Barnfóstran afhjúpar ljótan skilnað

Mikið drama hefur verið í kringum nýtt samband Olivia Wilde …
Mikið drama hefur verið í kringum nýtt samband Olivia Wilde og Harry Styles í kjölfar skilnaðar Wilde og Jason Sudeikis. Samsett mynd

Fyrrverandi barnfóstra leikstjórans Oliviu Wilde og leikarans Jason Sudeikis hefur nú tjáð sig um skilnað þeirra í fyrsta sinn, en hún hafði verið barnfóstra þeirra í þrjú ár og bjó hjá þeim þegar þau skildu.

Wilde og Sudeikis byrjuðu saman árið 2011 og trúlofuðust árið 2013. Þau eiga saman tvö börn, en mikil dramatík fylgdi skilnaði þeirra sem og nýju ástarsambandi Wilde við stórstjörnuna Harry Styles. 

Olivia Wilde og Jason Sudeikis.
Olivia Wilde og Jason Sudeikis. AFP

Apple-úr Wilde afhjúpaði nýja sambandið

Hingað til hefur Wilde alltaf sagt þau hjónin hafa hætt saman í ársbyrjun 2020, en í samtali við Daily Mail segir barnfóstran Wilde hafa hætt með eiginmanni sínum tíu mánuðum síðar, nokkrum vikum eftir að hún hóf tökur á kvikmyndinni Don't Worry Darling, með núverandi kærasta hennar, Styles. 

Í byrjun nóvember segir barnfóstran Wilde hafa eytt sífellt minni tíma heima og að hún hafi að lokum flutt á hótel í Los Angeles, þar sem upptökurnar fóru fram. Hún segir Sudeikis hafa uppgötvað samband Wilde og Styles þegar hann las skilaboð á Apple-úri sem Wilde hafði skilið eftir. Þá hafi hann bannað barnfóstrunni að spila tónlist Styles nálægt börnunum.

Niðurbrotinn og drukkinn 

Barnfóstran segir Sudeikis hafa verið algjörlega niðurbrotinn eftir að hann frétti af nýja sambandi Wilde og hafi oft verið drukkinn á þessum tíma. Þegar hann drakk segir barnfóstran hann hafa opnað sig og meðal annars sagt henni frá því að Wilde hafi byrjað að reyna við Styles og hafi kysst hann þegar þau snæddu kvöldmat með starfsfólki kvikmyndarinnar. 

Chris Pine, Olivia Wilde, Sydney Chandler og Harry Styles á …
Chris Pine, Olivia Wilde, Sydney Chandler og Harry Styles á frumsýningu kvikmyndarinnar Don't Worry Darling. AFP

Í viðtalinu segir barnfóstran ýmsar dramatískar sögur af fyrrum hjónunum, meðal annars að Sudeikis hafi lagast undir bíl Wilde í örvæntingarfullri tilraun til að koma í veg fyrir að hún færi að heimsækja Styles. 

Hún segir Sudeikis hafa grátið mikið og verið í algjörri ástarsorg þegar Wilde fór frá honum, og að hann hafi verið tilbúinn að gera allt til að laga sambandið á meðan Wilde virtist ekki vilja það. 

Segir Wilde hafa logið að sér

Við tók mikil dramatík, drykkja og ljót orðaskipti að sögn barnfóstrunnar. Hún segir Wilde ítrekað hafa logið að henni þegar ástandið var sem verst og sagt henni að hún væri ekki í símasambandi til að hringja í börnin sín. Svo hafi ljósmyndir birst í fjölmiðlum og þá hafi barnfóstran áttað sig á því að Wilde hefði verið með Styles og væri því ekki að segja satt. 

Í febrúar segist barnfóstran hafa verið rekin skyndilega seint að kvöldi af „ölvuðum og stjórnlausum“ Sudeikis, en hann hafi orðið reiður eftir að hann uppgötvaði að hún hefði sent skilaboð á Wilde. Fulltrúi Wilde neitar þessum ásökunum og segir barnfóstruna hafa hætt sjálfviljuga, hún hafi ekki verið rekin. 

Þrátt fyrir dramatískan endi á starfinu segist barnfóstran lengst framan af hafa notið þess að vinna fyrir hjónin og dýrkaði börn þeirra. Hún segist hafa samúð með Sudeikis þar sem hún hafi búið hjá honum og séð hvernig honum leið á hverjum degi, en hún er reið út í Wilde þar sem brottför hennar hafi snúið hamingjusömu lífi fjölskyldunnar á hvolf. 

„Rangar og ljótar ásakanir“

Í sameiginlegri yfirlýsingu Wilde og Sudeikis til Daily Mail sögðu þau ásakanir barnfóstrunnar ekki sannar. „Sem foreldrar er það ótrúlega sárt að fyrrverandi barnfóstra tveggja ungra barna okkar skuli velja að koma með fram með rangar og ljótar ásakanir um okkur opinberlega,“ sögðu þau. 

Wilde og Sudeikis segja barnfóstruna hafa áreitt þau, ástvini þeirra, nána vini og samstarfsmenn síðustu 18 mánuði. „Við munum halda áfram að einbeita okkur að því að ala upp og vernda börnin okkar með þeirri einlægu von að barnfóstran velji nú að láta fjölskyldu okkar í friði,“ bættu fyrrum hjónin við. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar