Neitar ásökunum Rapp

Kevin Spacey bar vitni í réttarhöldunum í gær.
Kevin Spacey bar vitni í réttarhöldunum í gær. AFP

Leik­ar­inn Kevin Spacey neitaði öll­um ásök­un­um leik­ar­ans Ant­hony Rapp þegar hann bar vitni í New York í Banda­ríkj­un­um í gær. Rapp fer fram á 40 millj­ón­ir í skaðabæt­ur frá Óskars­leik­ar­an­um en hann seg­ir Spacey hafa brotið kyn­ferðis­lega á hon­um þegar hann var 14 ára og Spacey 26 ára. 

Spacey sagðist ekki reka minni til þess að hann hafi farið í einka­sam­kvæmi í íbúð á Man­hatt­an árið 1986 sem Rapp var einnig gest­ur í.

Spacey er nú 63 ára, en á ferli sín­um hef­ur hann unnið tvenn Óskar­sverðlaun og leikið í fjölda stórra kvik­mynda og þátta. Vegna fjölda ásak­ana gegn hon­um hef­ur hann lítið verið í sviðsljós­inu und­an­far­in ár. 

Rapp er fimm­tug­ur og fer um þess­ar mund­ir með hlut­verk í þátt­un­um Star Trek: Disco­very. 

Einn ákæru­liður felld­ur niður

Spacey vann ör­lít­inn sig­ur í gær, en þá kom í ljós að dóm­ar­inn, Lew­is Kapl­an, hafi látið einn ákæru­lið niður falla. Sá sneri að því að Spacey hafi með ásetn­ingi valdið Rapp til­finn­inga­leg­um þján­ing­um. Þá stend­ur ein ákæra eft­ir, sem kviðdóm­ur þarf að taka af­stöðu til, kyn­ferðis­brot.

Rapp sak­ar Spacey um að hafa komið inn í her­bergi þar sem hann var að horfa á sjón­varp á meðan sam­kvæmið var í gangi. Spacey hafi lyft hon­um upp, lagt hann á rúm og lagst svo við hlið hans.

Þegar Rapp bar vitni fyrr í mánuðinum sagði hann frá því hvernig hann hafi frosið þegar Spacey snerti hann, en að lok­um hafi hann náð að koma sér und­an hon­um.

Rapp steig fyrst fram árið 2017 og greindi frá, en þá var Me Too-bylgj­an í al­gleym­ingi.

Anthony Rapp á leið í dómsal hinn 6. október síðastliðinn.
Ant­hony Rapp á leið í dómsal hinn 6. októ­ber síðastliðinn. AFP

Lýsti erfiðum upp­vexti

Þegar Spacey bar vitni í gær lýsti hann erfiðum aðstæðum sín­um í æsku. Hann lýsti föður sín­um sem öfga­manni og nýnas­ista, sem er eitt­hvað sem hann hef­ur aldrei greint op­in­ber­lega frá áður. Hann sagði föður sinn nei­kvæðan í garð hinseg­in fólks og að hann hafi ekki verið hrif­inn af áform­um hans í leik­list­inni.

Spacey sagði enn frem­ur að ásak­an­ir Rapps hafi komið á óvart árið 2017. Á þeim tíma baðst hann af­sök­un­ar, að ráði aðstoðarmanna sinna, en sagðist sjá eft­ir því núna. 

„Ég var hvatt­ur til að biðjast af­sök­un­ar, og ég hef núna lært það, að maður á aldrei að biðjast af­sök­un­ar á ein­hverju sem maður gerði ekki,“ sagði Spacey sem á sama tíma kom í fyrsta skipti út úr skápn­um sem sam­kyn­hneigður maður. 

Var hann þá sakaður um að reyna að dreifa at­hygl­inni frá ásök­un­um Rapps. Sagðist Spacey, sem á þeim tíma­punkti þurrkaði tár á hvarmi, aldrei hafa ætlað sér að gera eitt­hvað til að skaða hinseg­in sam­fé­lagið. 

Spacey fyrir utan dómssalinn í New York hinn 6. október …
Spacey fyr­ir utan dómssal­inn í New York hinn 6. októ­ber síðastliðinn þegar rétt­ar­höld­in hóf­ust. AFP

Ákær­ur í Bretlandi

Þetta eru ekki einu ásak­an­irn­ar um kyn­ferðis­legt of­beldi sem komið hafa fram á hend­ur Spacey. Þrír karl­menn í Bretlandi hafa sakað hann um að hafa brotið á sér á ár­un­um 2005 til 2013, þegar hann var leik­stjóri þar. Málið er enn opið í Bretlandi, en Spacey neitaði öll­um ásök­un­um í júlí á þessu ári.

Spacey var ákærður fyr­ir lík­ams­árás og kyn­ferðis­legt of­beldi gegn sex­tán ára barþjóni í Massachusetts í Banda­ríkj­un­um í júlí 2016. Ákær­urn­ar voru látn­ar niður falla í júlí 2019.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Það er engin ástæða til sjálfsvorkunnar, þótt þú þurfir að leggja þitt af mörkunum heima fyrir. Einhverjir spá í endingu ástarsambands sem þeir eiga í.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Það er engin ástæða til sjálfsvorkunnar, þótt þú þurfir að leggja þitt af mörkunum heima fyrir. Einhverjir spá í endingu ástarsambands sem þeir eiga í.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir