Lykillinn að velgengni Netflix

Netflix bætti við sig áskrifendum á þriðja ársfjórðungi. Lykillinn að …
Netflix bætti við sig áskrifendum á þriðja ársfjórðungi. Lykillinn að velgengninni eru þáttaraðir á borð við Stranger Things. AFP

Streymisveitan Netflix sneri vörn í sókn á þriðja ársfjórðungi ársins og bætti við sig áskrifendum eftir að hafa tapað áskrifendum á fyrstu sex mánuðum ársins. Viðsnúninginn má einkum þakka þáttaröðunum Stranger Things og Ozark, að mati menningarblaðamannsins Steve McIntosh hjá BBC.

„Þú hefur kannski tekið eftir því að þessa dagana tekur það mun lengri tíma að klára uppáhaldsþættina á Netflix. Fólk horfir kannski á Ozark eða Stranger Things og spennan er að ná hámarki, en þá þarf viðkomandi að bíða í einn eða tvo mánuði til að sjá það sem eftir er af þáttaröðinni,“ skrifar McIntos og bætir við að það gæti verið pirrandi. 

Það sé samt einmitt lykilinn að árangri streymisveitunnar á þriðja ársfjórðungi ársins, þar sem með þessari aðferð haldi fólk áskrift sinni að veitunni lengur. 

Árangurinn þykir ekki síst athyglisverður vegna efnahagsástandsins í heiminum í dag, þar sem seðlabankar um allan heim hafa hækkað stýrivexti hratt, verðbólga hefur aukist og orkuverð hækkað mikið í Evrópu í kjölfar efnahagsþvingana gegn Rússum vegna innrásarinnar í Úkraínu.

Leikkonan Julia Garner fer með hlutverk í Ozark.
Leikkonan Julia Garner fer með hlutverk í Ozark. AFP

Hámhorfið minnkað

„Áður snerist viðskiptamódelið um hámhorf. Sölupunktur Netflix var að þú gast horft á heilu þáttaseríurnar, þær væru aðgengilegar strax í heild sinni, sem á sínum tíma var algjör bylting,“ sagði Frances Taylor hjá Radio Times í viðtali við BBC. 

Hann bendir á að það hafi verið bylting samanborið við það hvernig við horfðum áður á sjónvarp og hvernig línuleg dagskrá hefur verið sett upp frá því útsendingar hófust. 

„Núna er BBC augljóslega búið að laga sig að breyttri neyslu og frumsýna þáttaraðir í heild sinni, en það sem er magnað að sjá er að streymisveitur eru farnar að laga sig að línulegri dagskrá líka,“ sagði Taylor. 

Allar streymisveitur hafa fengið kafla úr bók línulegrar dagskrár að láni. Apple TV+ gerði það með Ted Lasso, Amazon Prime með The Boys og Disney+ með Pam & Tommy-þættina. Fyrstu tveir til þrír þættirnir í seríunni eru frumsýndir samtímis og síðan kemur einn þáttur vikulega inn á veiturnar. 

„Að sýna einn þátt í hverri viku skapar stemningu, áhorfendur verða spenntir og bíða eftir næsta þætti. Þetta sýnir mikla kænsku, því áhorfendur geta ekki skráð sig fyrir frírri prufuviku, klárað að horfa á þáttaröðina, hætt við áskriftina og borgað ekki neitt. Fólk þarf annað hvort að bíða eftir að þáttaröðin komi öll inn, eða fara alla leið og vera áskrifendur að veitunni í tvo eða þrjá mánuði,“ segir Taylor. 

Þættirnir Monster: The Jeffrey Dahmer Story, hafa notið mikilla vinsælda …
Þættirnir Monster: The Jeffrey Dahmer Story, hafa notið mikilla vinsælda á Netflix síðustu vikur. Ljósmynd/Netflix
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað nýstárlegt mun reka á fjörur þínar. Leitaðu vinina uppi og leyfðu þeim að auðvelda þér lífið með elsku sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað nýstárlegt mun reka á fjörur þínar. Leitaðu vinina uppi og leyfðu þeim að auðvelda þér lífið með elsku sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney