Nýtur nú nærveru líkamsræktarfrömuðar

Jac Cordeiro og Alex Rodriguez eru sögð eyða miklum tíma …
Jac Cordeiro og Alex Rodriguez eru sögð eyða miklum tíma saman þessa dagana. Samsett mynd

Hafnaboltastjarnan Alex Rodriguez er sagður njóta þess að eyða tíma með líkamsræktarfrömuðinum Jac Cordeiro. Fram kemur á vef Page Six að Cordeiro, sem var upphaflega kölluð „huldukona“, og Rodriguez hafi fyrst sést saman á mánudaginn í Beverly Hills, Kaliforníu. 

Rodriguez var áður með stórstjörnunni Jennifer Lopez, en þau hættu saman í apríl 2021 eftir fimm ára samband. Sambandsslitin voru áberandi í fjölmiðlum, en nokkrum mánuðum eftir sambandsslitin byrjaði Lopez að hitta leikarann Ben Affleck og virtist það taka mikið á Rodriguez. 

Hann virtist þó loks kominn yfir sambandsslitin fyrr á árinu þegar hann byrjaði að hitta fyrirsætuna Kathryne Padgett, en þau hættu saman í september eftir átta mánaða samband. Nú er hafnaboltakappinn með augastað á nýrri konu. 

Hjúkrunarfræðingur, þjálfari og næringarfræðingur

Cordeiro er 42 ára tveggja barna móðir, en hún er hjúkrunarfræðingur og með meistaragráðu í næringarfræði. Þar að auki er hún þjálfari og gefur út líkamsræktarplön undir nafninu JacFit. 

Heimildarmaður Page Six segir Rodriguez og Cordeiro vera mjög ánægð saman. „Hann nýtur þess að eyða tíma með henni. Hún er frábær,“ bætti hann við.  

View this post on Instagram

A post shared by JAC (@jac_lynfit)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað nýstárlegt mun reka á fjörur þínar. Leitaðu vinina uppi og leyfðu þeim að auðvelda þér lífið með elsku sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað nýstárlegt mun reka á fjörur þínar. Leitaðu vinina uppi og leyfðu þeim að auðvelda þér lífið með elsku sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney