Viðsnúningur hjá Netflix

Gengi bréfa í Netflix hækkaði um 13% eftir að tilkynnt …
Gengi bréfa í Netflix hækkaði um 13% eftir að tilkynnt var um að áskrifendum hefði fjölgað um 2,4 milljónir á þriðja ársfjórðungi. AFP

Áskrifendum að streymisveitunni Netflix fjölgaði um 2,4 milljónir á síðasta ársfjórðungi. Þetta kemur fram í skýrslu streymisveitunnar sem kynnt var í gær. Áskrifendum fækkaði mikið á fyrstu sex mánuðum ársins, en Netflix hefur tekist að snúa úr vörn í sókn. 

Í lok þriðja ársfjórðungs voru áskrifendur að veitunni yfir 223 milljónir um allan heim. Hlutabréf í Netflix hækkuðu um 13% í kjölfarið, en bréfin lækkuðu talsvert fyrr á árinu þegar greint var frá fækkun áskrifenda.

Breytingar eru fram undan hjá streymisveitunni sem í nóvember býður nýja, ódýrari áskriftaleið, en henni mun fylgja auglýsingar. Mun hún kosta þremur bandaríkjadölum minna en hefðbundin áskrift, eða 6,99 bandaríkjadali.

Netflix vinnur að því með Microsoft að undirbúa nýju áskriftaleiðina, en auglýsingaplássin hafa verið eftirsótt að sögn Greg Peters, meðframkvæmdastjóra Netflix. „Við höfum þurft að senda fólk frá okkur því markaðsdeildin okkar hefur ekki tök á að þjónusta alla,“ sagði Peters. 

Helsti keppinautur Netflix, Disney+, hefur tilkynnt um sambærileg áform, en ráðgert er að ný og ódýrari áskriftarleið með auglýsingum verði tekin í gagnið í desember á þeirri streymisveitu.

Í ársfjórðungsskýrslu Netflix kemur einnig fram að búist er við 4,5 milljónum áskrifenda í viðbót fyrir lok árs.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað nýstárlegt mun reka á fjörur þínar. Leitaðu vinina uppi og leyfðu þeim að auðvelda þér lífið með elsku sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað nýstárlegt mun reka á fjörur þínar. Leitaðu vinina uppi og leyfðu þeim að auðvelda þér lífið með elsku sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney