Allt að sjóða upp úr vegna Crown

Judi Dench hvetur Netflix til að vara áhorfendur við og …
Judi Dench hvetur Netflix til að vara áhorfendur við og endurskoða afstöðu sína. AFP

Leikkonan Judy Dench sparaði ekki stóru orðin þegar hún gagnrýndi framleiðslu streymisveitunnar Netflix á þáttunum Crown á dögunum og kallaði eftir því að aðvörun kæmi fram í upphafi hvers þáttar um að efni þáttanna væri ekki endilega sannleikurinn.

„Því nær sem okkur í tíma þættirnir færast óskýrist línan milli sagnfræðilegrar nákvæmni og grófri æsifréttamennsku,“ skrifar Dench í bréfi sem hún sendi Times í vikunni. Dench tók undir orð fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, John Major, sem hefur áhyggjur af því að fólk haldi að sannleikurinn sé sagður í þáttunum. 

„Algjört kjaftæði“

Crown eru framleiddir af Netflix og fjalla um bresku konungsfjölskylduna í valdatíð Elísabetar II. Bretadrottningar. Fyrstu þættirnir sýna frá krýningu hennar og nú er komið að fimmtu þáttaröð sem verður frumsýnd 9. nóvember næstkomandi. 

Sir John Major þegar hann gegndi embætti forsætisráðherra Bretlands.
Sir John Major þegar hann gegndi embætti forsætisráðherra Bretlands. AFP

Komið er fram á tíunda áratug 20. aldarinnar í fimmtu seríu, en Major var einmitt forsætisráðherra Bretlands frá 1990 til 1997. Major sagði í viðtali við Mail on Sunday um helgina að margt af því sem fram kæmi í þáttunum væri algjört kjaftæði. 

Þá sérstaklega sena þar sem hann sést ræða við Karl III. Bretakonung, þá Bretaprins, um að fá móður hans til að leggja niður völd. 

Skrifstofa forsætisráðherrans fyrrverandi hefur þvertekið fyrir að slíkt samtal milli forsætisráðherrans og þáverandi prinsins hafi átt sér stað. Einnig að Major hafi ekki verið hafður með í gerð handritsins. 

John Lee Miller fer með hlutverk þáverandi forsætisráðherra John Major.
John Lee Miller fer með hlutverk þáverandi forsætisráðherra John Major. Ljósmynd/Netflix

Sagan sögð á ósanngjarnan hátt

Dench segir í bréfi sínu að í fimmtu þáttaröð sé ekki farið vel með sannleikann. „Að Karl hafi tekið þátt í ráðabruggi gegn móður sinni til dæmir, eða að það sé gefið til kynna að hún hafi staðið sig svo illa í móðurhlutverkinu að hún ætti að vera í fangelsi – þetta er svo ósanngjarnt og ljótt í garð einstaklinganna og meiðandi fyrir stofnunina sem þau eru í forsvari fyrir,“ skrifar Dench. 

Hún tekur einnig fram að frumsýning þáttanna komi á erfiðum tíma, svo stuttu eftir andlát drottningar, sem lést hinn 8. september síðastliðinn. 

„Það er tími til kominn að Netflix endurskoði afstöðu sína, fjölskyldunnar vegna og þjóðarinnar vegna, og sýni þjóðhöfðningja sem þjónaði þjóð sinni í sjötíu ár virðingu. Einnig vegna orðspors Bretlands,“ skrifaði Dench. 

Dominic West og Elizabeth Debicki fara með hlutverk Karls og …
Dominic West og Elizabeth Debicki fara með hlutverk Karls og Díönu. Samsett mynd

Skáldskapur sem byggir á sögunni

Talskona fyrir Crown svaraði bréfi Major fyrr í vikunni og sagði að það hafi alltaf verið skýrt að þættirnir væru leiknir þættir, sem byggðu á atvikum úr raunveruleikanum. „Fimmta sería er skáldskapur, það sem við gátum ímyndað okkur að gerðist bakvið luktar dyr á mikilvægum áratug í lífi konungsfjölskyldunnar. Áratugur sem hefur verið vandlega skrásettur og skoðaður af blaðamönnum, ævisöguriturum og sagnfræðingum,“ sagði talskonan

Í þáttaröðinni verður meðal annars fjallað um skilnað Karls og Díönu prinsessu, andlát hennar og útför. 

Stikla fyrir þættina kom út í dag og má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup