Hélt að kærusturnar myndu eyðileggja sig

Matthew Perry.
Matthew Perry. AFP

Leikarinn Matthew Perry fór í gegnum svo mörg sambönd með konum sem voru bara á eftir frægð hans og fjármunum að honum leið eins og allar konur sem hann væri í sambandi með myndu tortíma honum. 

„Það var ég þegar ég var hræddur. Það er það sem ég hugsaði, eitthvað sem var að þeim. Og síðan hætti ég með þeim. En það getur samt ekki verið að það sé eitthvað að öllum. Ég er samnefnarinn í þessum dæmum. Ég fór fyrst, því ég var svo hræddur að þær myndu tortíma mér,“ sagði leikarinn í viðtali við People í tilefni af væntanlegri bók hans, Friends, Lovers and the Big Terrible Thing.

Perry sagðist nú vera að leita að maka sem er sjálfstæður á öllum sviðum lífsins. „Einhver sem á sína eigin peninga, það er skilyrði,“ sagði Perry. „Ég er búinn að brenna mig svo oft á konum sem sóttust eftir peningunum mínum, og var alveg sama um mig. Það gerist oftar en þig grunar,“ sagði Perry.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eftir siglingu á lygnum sjó dregur allt í einu til tíðinda hjá þér í ástamálunum. Reyndu að eyða tíma úti í náttúrunni, lestu bók eða farðu í gönguferð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Torill Thorup
4
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eftir siglingu á lygnum sjó dregur allt í einu til tíðinda hjá þér í ástamálunum. Reyndu að eyða tíma úti í náttúrunni, lestu bók eða farðu í gönguferð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Torill Thorup
4
Eva Björg Ægisdóttir