Máli Rapp gegn Spacey vísað frá

Var Spacey gert að sök að hafa snert Rapp á …
Var Spacey gert að sök að hafa snert Rapp á óviðeigandi hátt meðan sá síðarnefndi horfði á sjónvarp í samkvæmi í Manhattan á níunda áratug síðustu aldar. AFP

Kviðdómur í New York-ríki í Bandaríkjunum hefur sýknað leikarann Kevin Spacey af kynferðisbrotskæru leikarans og söngleikjastjörnunnar Anthony Rapp.

Var Spacey gert að sök að hafa brotið kynferðislega á Rapp í einkasamkvæmi á Manhattan árið 1986 þegar Spacey var 26 ára og Rapp aðeins 14 ára.

Sagði kviðdómurinn að Rapp, sem krafðist 40 milljóna Bandaríkjadala, hefði ekki tekist að sanna að Spacey hefði snert hann á óviðeigandi, kynferðislegan hátt. Lét því dómarinn, Lewis Kaplan, málið niður falla.

Sat og horfði á sjónvarp

Þegar Rapp bar vitni sagði hann Spacey hafa komið inn í herbergi þar sem hann sjálfur sat og horfði á sjónvarp meðan samkvæmið var í gangi.

Spacey hafi lyft honum upp, lagt hann á rúm og lagst hjá honum. Sagði Rapp Spacey hafa snert sig og hann frosið en loks komist undan. Báðir voru þeir tiltölulega óþekktir leikarar á Broadway þegar atvikið á að hafa átt sér stað.

Rapp er einna helst þekktur fyrir hlutverk sitt sem Mark Cohen í söngleiknum Rent á Broadway og samnefndri mynd frá árinu 2005. Hann steig fyrst fram árið 2017 þegar MeToo-bylgjan reið fyrst yfir.

Anthony Rapp (t.v.) mætir hér ásamt manni sínum Ken Ithipol …
Anthony Rapp (t.v.) mætir hér ásamt manni sínum Ken Ithipol til vitnaleiðslu í New York fyrr í mánuðinum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup