Prinsinn kvaddur í Hallgrímskirkju

Útför Svavars Péturs Eysteinssonar var gerð frá Hallgrímskirkju í dag.
Útför Svavars Péturs Eysteinssonar var gerð frá Hallgrímskirkju í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Útför listamannsins Svavars Péturs Eysteinssonar var gerð frá Hallgrímskirkju klukkan 15 í dag. Fjölskylda og vinir Svavars, sem einnig var þekktur undir listamannsnafninu Prins Póló, fóru fögrum orðum um hann í minningargreinum í Morgunblaðinu í dag. 

Kóróna Prinsins skreytti kistuna ásamt blómum og mátti sjá glitta í hana þegar kistan var borin út úr kirkjunni. 

Séra Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir annaðist útförina. Valdimar Guðmundsson og Sigríður Thorlacius sungu einsöng og einvalalið söngvara og tónlistarmanna skipaði kór og hljómsveit. 

Svavar greindist með 4. stigs krabbamein í vélinda fyrir fjórum árum. Hann var menntaður graf­ísk­ur hönnuður og ljós­mynd­ari en er þekkt­ast­ur sem tón­list­armaður og texta­höf­und­ur. Hann spilaði meðal ann­ars með hljóm­sveit­un­um Múl­dýr­inu, Rúnk og Skakkam­ana­ge, en í seinni tíð samdi hann og gaf út tónlist und­ir lista­manns­nafn­inu Prins Póló. Þá hafa vegg­spjöld með hend­ing­um úr laga­textum hans notið mik­illa vin­sælda.

Svavar var líka frum­kvöðull á sviði mat­væla­fram­leiðslu og setti á markað Buls­ur og Bopp.

Svavar Pét­ur bjó um tíma ásamt fjöl­skyldu sinni á Seyðis­firði og seinna á Drangs­nesi. Vorið 2014 flutti fjöl­skyld­an í Beru­fjörð, stundaði þar líf­ræna rækt­un og fram­leiðslu, og rak tón­leik­astað og ferðaþjón­ustu und­ir nafn­inu Havarí til hausts­ins 2020.

Svavar Pét­ur læt­ur eft­ir sig eig­in­konu, Berg­lindi Häsler, og þrjú börn, Hrólf Stein, Al­dísi Rúnu og Elísu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað nýstárlegt mun reka á fjörur þínar. Leitaðu vinina uppi og leyfðu þeim að auðvelda þér lífið með elsku sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað nýstárlegt mun reka á fjörur þínar. Leitaðu vinina uppi og leyfðu þeim að auðvelda þér lífið með elsku sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney