Svavar Pétur jarðsunginn í dag

Svavar Pétur Eysteinsson verður jarðsunginn í dag.
Svavar Pétur Eysteinsson verður jarðsunginn í dag. Ljósmynd/Baldur Kristjáns

Listamaðurinn Svavar Pétur Eysteinsson verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju klukkan 15 í dag. Svavar lést hinn 29. september síðastliðinn. 

Svavar, sem var betur þekktur undir listamannsnafninu Prins póló, greindist með krabbamein á fjórða stigi fyrir fjórum árum síðan.

Svavar Pét­ur var menntaður graf­ísk­ur hönnuður og ljós­mynd­ari en er þekkt­ast­ur sem tón­list­armaður og texta­höf­und­ur. Hann spilaði meðal ann­ars með hljóm­sveit­un­um Múl­dýr­inu, Rúnk og Skakkamana­ge, en í seinni tíð samdi hann og gaf út tónlist und­ir lista­manns­nafn­inu Prins Póló. Þá hafa vegg­spjöld með hend­ing­um úr laga­textum hans notið mik­illa vin­sælda.

Svavar var líka frum­kvöðull á sviði mat­væla­fram­leiðslu og setti á markað Buls­ur og Bopp.

Svavar Pét­ur bjó um tíma ásamt fjöl­skyldu sinni á Seyðis­firði og seinna á Drangs­nesi. Vorið 2014 flutti fjöl­skyld­an í Beru­fjörð, stundaði þar líf­ræna rækt­un og fram­leiðslu, og rak tón­leik­astað og ferðaþjón­ustu und­ir nafn­inu Havarí til hausts­ins 2020.

Svavar Pét­ur læt­ur eft­ir sig eig­in­konu, Berg­lindi Häsler, og þrjú börn, Hrólf Stein, Al­dísi Rúnu og Elísu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað nýstárlegt mun reka á fjörur þínar. Leitaðu vinina uppi og leyfðu þeim að auðvelda þér lífið með elsku sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað nýstárlegt mun reka á fjörur þínar. Leitaðu vinina uppi og leyfðu þeim að auðvelda þér lífið með elsku sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney