Leikarinn Mark Consuelos virtist aðeins vera sýnishorn af manneskju þegar hann stillti sér upp með fyrrverandi körfuboltaköppunum Jason Collins og Jarron Collins á dögunum. Þótti myndin bráðfyndin og héldu aðdáendur hans ekki aftur af sér í athugasemdum.
Consuelos er ekki mjög smávaxinn, eða um 172 sentímetrar á hæð. Collins-tvíburarnir spiluðu hins vegar NBA-deildinni í körfubolta. Báðir eru þeir vel yfir tvo metrana, en Jarron er 211 sentímetrar að hæð á meðan Jason er einir 213 sentímetrar að hæð.
„Fyrrverandi fótboltamaður gegn fyrrverandi körfuboltamönnum,“ skrifaði Consuelos við myndina. „Vá það lítur út eins og þeir hafi minnkað þig, og að þú viljir slást við þá vegna þess,“ skrifaði einn. „Þú lítur úr eins og lítill krakki við hliðina á þeim,“ skrifaði annar.
„Þeir gætu geymt þig í vasanum,“ skrifaði sá þriðji.