Spotify lá niðri í um klukkutíma í nótt, er aðdáendur Taylor Swift kepptust við það að hlusta á nýjustu plötuna hennar sem kom út á miðnætti.
Aðdáendur Taylor Swift beggja megin við hafið þurftu að bíða þolinmóðir í nótt eftir því að tæknideild Spotify vann að því að koma smáforritinu aftur í loftið.
Plata Swift heitir „Midnights“ og er tíunda platan hennar á ferlinum. Platan samanstendur af 13 lögum, hvert sem segir sögu af andvakanótt sem Swift upplifði á sínu lífskeiði.