Þriggja bóka útgáfuhóf

Höfundarnir Guðjón Baldursson, Gunnlaugur Bjarnason og Páll Skúlason.
Höfundarnir Guðjón Baldursson, Gunnlaugur Bjarnason og Páll Skúlason.

Bókaútgáfan Sæmundur fagnar útgáfu þriggja nýrra bóka í Bókakaffinu í Ármúla 42 í dag klukkan 17-19. Bækurnar eru Júnkerinn af Bræðratungu, sjálfsævisaga Páls Skúlasonar ritstjóra og lögfræðings, Og svo kom vorið, smásagnasafn Guðjóns Baldurssonar, og Svartdjöfull, ljóðabók eftir Gunnlaug Bjarnason.

Við lát ritstjórans og lögfræðingsins Páls Skúlasonar frá Bræðratungu fannst í íbúð hans sjálfsævisaga sem nú kemur fyrir almenningssjónir. Líf Páls var um margt óvanalegt og hér lýsir hann í kímniblandinni hógværð lífi sínu í bókasöfnum borgarinnar, réttarsölum og öldurhúsum.

Í smásagnasafni Guðjóns Baldurssonar læknis er sagt frá sprengitilræði í Hvalfirði, kveflæknandi hrútspungum og læknum með gálgahúmor. Bókin sem er frumraun höfundar hefur hlotið góðar viðtökur og ritdómari Morgunblaðsins segir sögurnar bæði skemmtilegar og frumlegar.

Svartdjöfull er líka frumraun höfundar en þar er ferðinni ljóðabók Gunnlaugs Bjarnasonar söngnema sem yrkir um hákarlaveiðar, myrkur hafs og huga sem og myrkrakompur bernskunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað nýstárlegt mun reka á fjörur þínar. Leitaðu vinina uppi og leyfðu þeim að auðvelda þér lífið með elsku sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað nýstárlegt mun reka á fjörur þínar. Leitaðu vinina uppi og leyfðu þeim að auðvelda þér lífið með elsku sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney