Enginn vill vera hataður

Serj Tankian er með ráð undir rifi hverju.
Serj Tankian er með ráð undir rifi hverju. AFP/Kevin Winter

Hatursorðræða í netheimum er víðar til umfjöllunar þessa dagana en hér á hjara veraldar. Serj Tankian, hinn armenskættaði söngvari armensk-bandaríska málmbandsins System of a Down, gerir hana að umtalsefni í viðtali við miðilinn CivilNet. 

„Enginn vill sæta gagnrýni,“ segir hann. „Það er sannleikurinn. Enginn vill heldur vera hataður eða settur undir óeðlilega mikla pressu. Mín afstaða er hins vegar sú að sé maður innst inni sannfærður um að maður sé að feta rétta braut þá skiptir það sem er á seyði fyrir utan ekki máli.“ 

Og hann heldur áfram: „Þegar maður eldist áttar maður sig á því að þetta tengist allt saman og hefur sinn tilgang. Jafnvel álagið hefur tilgang; sitt endamarkmið. Áttir þú þig á því þá sérðu að fólk er að nota pressuna til að fá þig til að gera ákveðna hluti. Það er gagnsætt. Og viljir þú ekki gera það þá gerir þú það ekki.“

Tankian segir sama eiga við um hrós. Það sé vitaskuld kærkomið en maður megi þó ekki láta stjórnast af því frekar en hatrinu. „Heilsu þinnar vegna verður þú á ákveðnum tímapunkti að slíta þig frá hugmyndum annarra um þig og segja bara: svona er ég! Stundum mun fólk elska mig og stundum mun því ekki líka við mig og jafnvel hata.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Hikaðu ekki við að bera hugmyndir undir fólk sem þú treystir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Hikaðu ekki við að bera hugmyndir undir fólk sem þú treystir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney