Sagður halda framhjá með fyrrverandi

Kylie Jenner og Travis Scott.
Kylie Jenner og Travis Scott. AFP

Nýlega fóru sögusagnir á kreik um meint framhjáhald Travis Scott á Kylie Jenner eftir að fyrrverandi kærasta hans, Rojean Kar, birti myndskeið af þeim saman við upptöku á tónlistarmyndbandi. 

Scott hefur nú tjáð sig um málið og neitar allri sök. „Óboðinn einstaklingur var að laumast til að taka myndir á meðan ég leikstýrði tónlistarmyndbandi. Ég þekki þessa manneskju ekki. Ég hef aldrei verið með þessari manneskju,“ skrifaði Scott á Instagram-reikningi sínum. 

Kar og Scott eru sögð hafa verið saman árið 2013, löngu áður en tónlistarmaðurinn byrjaði með Jenner. 

„Láttu ekki svona“

Eftir yfirlýsingu Scott þar sem hann neitaði því að þekkja Kar birti hún annað myndband á Instagram. „Það sem við ætlum ekki að gera er að ljúga upp á mig. Ég lét eins og ég þekkti þig ekki, fylgdi eftir hvaða frásögn sem er,“ sagði Kar.

„En að segja að þú þekkir mig ekki og að þú hafir aldrei verið með mér - þegar þú hefur augljóslega verið með mér, þegar allir hafa séð þig með mér, þegar ég er með myndir og myndbönd af þér með mér? Láttu ekki svona,“ bætti hún við. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Hikaðu ekki við að bera hugmyndir undir fólk sem þú treystir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Hikaðu ekki við að bera hugmyndir undir fólk sem þú treystir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney