„Yfir sig hrifin hvort af öðru“

Uppistandarinn Trevor Noah og tónlistarkonan Dua Lipa.
Uppistandarinn Trevor Noah og tónlistarkonan Dua Lipa. Samsett mynd

Svo virðist sem neistar séu að kvikna milli grínistans Trevor Noah og tónlistarkonunnar Dua Lipa, en þau deildu kvöldverði saman á Miss Lily's í New York-borg í síðustu viku. 

Heimildarmenn Page Six segja þau „yfir sig hrifin hvort af öðru“ og að kvöldverðurinn hafi „klárlega verið stefnumót“ þó þau séu enn bara að kynnast hvort öðru, en heimildarmaðurinn staðfesti að Noah og Lipa séu ekki opinberlega par. 

Faðmlög og kossar

Eftir kvöldverðinn sáust þau halda af stað í gönguferð þar sem þau töluðu saman, föðmuðust og deildu kossi. 

Síðasta opinbera ástarsamband Lipa var við fyrirsætuna Anwar Hadid, en þau hættu saman í desember 2021 eftir rúmlega tveggja ára samband. Þá sleit Noah nýverið sambandi við Minku Kelly, en þau höfðu verið saman síðan 2020. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar