Jason Momoa var ekki spéhræddur þegar hann skellti sér á haf út við Havaí á dögunum til þess að renna fyrir fisk. Momoa klæddist lendaskýlu sem huldi ekki mikið meira en miðjudjásnið að framan.
Um leið og Momoa, sem er hvað þekktastur fyrir að fara með hlutverk í Game of Thrones og leika í Aquaman, birti myndirnar hvatti hann fólk til að hætta að nota einnota plast.