Hafi notað völd sín til að nauðga konum

Harvey Weinstein hinn 4. október síðastliðinn.
Harvey Weinstein hinn 4. október síðastliðinn. AFP

Fyrr­ver­andi kvik­mynda­leik­stjór­inn Har­vey Wein­stein notaði völd sín og áhrifa­mátt í Hollywood til þess að nauðga kon­um og óttuðust þær að missa fer­il sinn ef þær segðu frá. Þetta sagði Paul Thom­son vara­héraðssak­sókn­ari í Los Ang­eles í gær.

Hann sagði Wein­stein hafa nýtt sér lík­am­lega stærð sína sem og völd sín sem „kon­ung­ur“ kvik­myndaiðnaðar­ins til þess að ráðast á þolend­ur sína á hót­el­her­bergj­um. Rétt­ar­höld yfir Wein­stein hóf­ust í gær, en fyr­ir­hugað er að rétt­ar­höld­in standi yfir næstu tvo mánuðina. 

„Þær hrædd­ust að hann gæti eyðilagt fer­il þeirra ef þær segðu frá því hvað hann gerði við þær,“ sagði Thomp­son. Hann sagði að kviðdóm­ur­inn myndi heyra vitn­is­b­urð átta kvenna sem segja Wein­stein hafa brotið á sér kyn­ferðis­lega. 

Hann sagði sög­ur kvenn­ana ekki tengj­ast nema að því leyti að Wein­stein er sagður vera ger­and­inn í sög­un­um. Kon­urn­ar teng­ist ekki inn­byrðis og hafi ekki þekkt hvor aðra fyr­ir. 

Sit­ur nú þegar inni

Wein­stein var dæmd­ur í fang­elsi árið 2020 fyr­ir kyn­ferðis­brot. Hann afplán­ar nú 23 ára dóm, sem hann var sak­felld­ur fyr­ir í New York. 

Nú verða tekn­ar fyr­ir ell­efu ákær­ur gegn hon­um. Eru brot­in sögð hafa gerst á ár­un­um 2004 til 2013. 

Leik­stjór­inn, sem neitað hef­ur sök, á yfir höfði sér meira en 100 ára fang­els­is­dóm verði hann fund­inn sek­ur. 

Weinstein og lögmaður harn Mark Werksman.
Wein­stein og lögmaður harn Mark Werksm­an. AFP

Kyn­líf sé sölu­vara í Hollywood

Lögmaður Mark Wein­stein sagði í upp­hafs­ræðu sinni í rétt­ar­höld­un­um að dóms­málið gegn Wein­stein væri drifið áfram af til­finn­ing­um, ekki rök­sýni. Hann sagði að í Hollywood væri kyn­líf sölu­vara. 

„Þetta var viðskipta­kyn­líf. Það gæti hafa verið óþægi­legt og vand­ræðal­egt, en fyr­ir því var samþykki,“ sagði Werksm­an. Hann sagði að svona gerðust bara kaup­in á eyr­inni í Hollywood, þetta gerðu all­ir. 

„Horfið á hann. Hann er ekki Brad Pitt eða Geor­ge Cloo­ney. Haldið þið að þess­ar fal­legu kon­ur hafi ákveðið að stunda kyn­líf með hon­um því hann er heit­ur? Nei. Þær gerðu það því hann var valda­mik­ill,“ sagði Werksm­an. 

Á ní­unda tug kvenna

Fyrstu kon­urn­ar sem sökuðu Wein­stein um kyn­ferðis­legt of­beldi stigu fram í Me Too-bylguj­unni sem hófst í októ­ber árið 2017. Í heild­ina hafa hátt í níu­tíu kon­ur sakað hann um kyn­ferðis­brot, þar á meðal Ang­el­ina Jolie, Gwyneth Paltrow og Salma Hayek. 

Áður en kon­urn­ar stigu fram var Wein­stein og bróðir hans Bob, valda­mestu menn­irn­ir í Hollywood. Fram­leiddu þeir fjölda stórra kvik­mynda og stjórnuðu geir­an­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Oft er það svo að við miklum hlutina fyrir okkur og útlitið er ekki eins svart og ykkur sýnist. Vertu óhræddur við að sækja kraft í sjálfan þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Oft er það svo að við miklum hlutina fyrir okkur og útlitið er ekki eins svart og ykkur sýnist. Vertu óhræddur við að sækja kraft í sjálfan þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant