Love Island-par hætt saman eftir meint framhjáhald

Love Island-stjörnurnar Paige Thorne og Adam Collard eru hætt saman.
Love Island-stjörnurnar Paige Thorne og Adam Collard eru hætt saman. Skjáskot/Instagram

Love Island-stjörnurnar Paige Thorne og Adam Collard slitu sambandi sínu fyrr í þessum mánuði eftir að myndbönd birtust af Collard með öðrum konum. Thorne segir Collard hafa hunsað sig algjörlega í kjölfarið. 

Thorne og Collard voru þátttakendur í áttundu þáttaröð Love Island og höfnuðu í fimmta sæti. Eftir ævintýrið á ástareyjunni reyndi parið að láta fjarsamband virka, en það entist ekki lengi þar sem Collard sást fljótlega halda utan um aðra konu á McDonalds eftir að hafa verið úti á lífinu. 

Stuttu seinna náðust myndir af Collard að skemmta sér á Ibiza þar sem hann var með enn aðra konu í fangi sínu, en eftir það fór hann til Balí þar sem hann hætti að svara Thorne. 

„Hunsaði mig algjörlega“

„Hann sendi engin skilaboð á mig til baka,“ sagði Thorne í samtali við Daily Mail, en hún segir Collard hafa lesið skilaboðin en hætt að svara. „Kærastinn minn hunsaði mig algjörlega,“ bætti hún við. 

„Síðan var ég bara: „Þetta er búið. Þetta er orðið að algjöru gríni.“ Hann svaraði: „Ég vildi ekki að þetta færi svona, en við vitum þá að minnsta kosti bæði hvar við stöndum“,“ útskýrði Thorne.  

Þegar fyrsta myndbandið fór í dreifingu neitaði Thorne að trúa því. „Ég hugsaði: „Við getum alveg litið framhjá þessu. Við getum komist í gegnum þetta. Enginn annar þarf að komast að þessu“,“ sagði hún. Eftir að seinna myndbandið fór svo í dreifingu segir Thorne allt hafa farið í háaloft. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Hikaðu ekki við að bera hugmyndir undir fólk sem þú treystir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Hikaðu ekki við að bera hugmyndir undir fólk sem þú treystir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney