Var á leið í tökur þegar hann lést

Leslie Jordan er látinn 67 ára að aldri.
Leslie Jordan er látinn 67 ára að aldri. AFP

Bandaríski leikarinn Leslie Jordan var á leið í tökur í stúdíói Warner Bros. þegar slysið varð. Átti hann að fara í tökur fyrir þættina Call Me Kat, þar sem hann fór með hlutverk bakarans Phil. 

Greint var frá andláti hans í gærkvöldi, en dánarorsök hans hefur ekki verið staðfest.

Lögregla í Los Angeles staðfesti við LA Times síðdegis í gær að bifreið Jordans hafi lent á byggingu og að hann hafi verið úrskurðaður látinn á staðnum. Ekki er ljóst hvort heilsubrestur hafi valdið slysinu eða hvort slysið hafi orsakað andlát hans.

Jordan var hvað þekktastur fyrir að fara með hlutverk í þáttunum Will and Grace og American Horror Story. Umboðsmaður hans sagði að heimurinn yrði ekki jafn bjartur og áður eftir andlát Jordans. 

„Hann var ekki bara hæfileikaríkur og yndislegur samstarfsfélagi, en hann hjálpaði þjóðinni mikið á erfiðum tímum,“ sagði David Shaul og vísar þar til myndbanda sem Jordan birti á Instagram í heimsfaraldrinum. 

Hann var fæddur Í Chattanooga í Tennessee árið 1955. Hann sagði móður sinni frá því að hann væri samkynhneigður þegar hann var aðeins tólf ára gamall. „Ég sagði mömmu minni að ég héldi að það væri eitthvað að. Ég þekkti ekki orðið samkynhneigð,“ sagði hann í viðtali við People. 

Hann sagði hana ekki hafa tekið fram Biblíuna, eins og hann grunaði að hún myndi gera. Heldur hafi hún sagt honum að hún hefði áhyggjur að hann yrði fyrir aðkasti og sagt honum að trana sér ekki fram í lífinu. „Ég fór ekki eftir þeim ráðum frá henni,“ sagði Jordan.

Hæð Jordans var oft gerð að umræðuefni, en hann var aðeins 150 sentímetrar að hæð. Hann hlaut Emmy-verðlaun árið 2006 fyrir hlutverk sitt í þáttunum Will and Grace.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Hikaðu ekki við að bera hugmyndir undir fólk sem þú treystir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Hikaðu ekki við að bera hugmyndir undir fólk sem þú treystir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney