Myndi fara á stefnumót með Davidson

Martha Stewart myndi fara á stefnumót með Pete Davidson.
Martha Stewart myndi fara á stefnumót með Pete Davidson. AFP

Sjónvarpsstjörnunni Mörthu Stewart líst alls ekki illa á að fara á stefnumót með kvennabósanum og grínistanum Pete Davidson. Stewart, sem er 81 árs, sagði að hinn 28 ára gamli Davidson væri ansi sætur og að henni fyndist húðflúr hans ekki fráhrindandi.

Davidson kom til tals í þættinum The Drew Barrymore Show á dögunum þar sem þær Stewart og Barrymore ræddu um hvað það væri sem heillaði Stewart í fari karlmanna. 

„Hann er með jafn mörg húðflúr og Pete Davidson,“ sagði Barrymore, þá lyfti Stewart upp grænum fána til að gefa til kynna að það heillaði hana. „Ókei, þú ert að fara á stefnumót með Davidson,“ sagði Barrymore og lyfti þá Stewart aftur upp græna fánanum. 

„Hann er búinn að fara á stefnumót með svo mörgum konum,“ sagði Stewart og sagði það alls ekki fráhrindandi. „Nei, ég er ekki að segja að það sé slæmt. Mér finnst það gott og hann er líka svolítið sætur,“ sagði Stewart.

Hún rifjaði upp að þau hefðu tekið þátt í sama viðburði fyrir nokkrum árum. „Hann er frábær náungi,“ sagði Stewart.

Davidson er sannarlega kvennabósi en hann var síðast í tygjum við raunveruleikastjörnuna Kim Kardashian. Þau hættu saman í ágúst, en hann hefur líka verið í slagtogi við Ariönu Grande, Kate Beckinsale, Margaret Qualley og Kaiu Gerber.

Pete Davidson er vinsæll.
Pete Davidson er vinsæll. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Hikaðu ekki við að bera hugmyndir undir fólk sem þú treystir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Hikaðu ekki við að bera hugmyndir undir fólk sem þú treystir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney