Setti honum afarkosti

Tom Brady og Gisele Bündchen.
Tom Brady og Gisele Bündchen. AFP

Fyrirsætan Gisele Bündchen er sögð hafa sett eiginmanni sínum, ruðningskappanum Tom Brady, afarkosti. Annaðhvort hætti hann í fótboltanum eða hún myndi fara frá honum. 

Heimildarmaður Us Weekly segir þetta og að Bündchen hafi ákveðið að gera þetta fyrir fjölskylduna sína. Sögusagnir hafa verið á kreiki um yfirvofandi skilnað hjónanna. 

Bündchen og Brady hafa verið gift síðan í febrúar 2009 og eiga saman tvö börn. Brady lagði skóna tímabundið á hilluna, en ákvað svo að halda áfram með feril sinn í NFL-deildinni. 

Þessi viðsnúningur Bradys er sagður hafa verið það sem olli vandræðum í hjónabandi þeirra. Bündchen hafi áhyggjur af heilsu Bradys ef hann haldi áfram að spila. 

„Hún vill ekki að hann haldi áfram að slasast á vellinum sem gæti leitt til þess að hann gæti ekki notið lífsins í framtíðinni. Hún er að gera þetta fyrir fjölskylduna sína,“ sagði heimildarmaðurinn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar