Ástin slokknuð hjá David Guetta

Plötusnúðurinn David Guetta og leikkonan Jessica Ledon eru hætt saman.
Plötusnúðurinn David Guetta og leikkonan Jessica Ledon eru hætt saman. Samsett mynd

Svo virðist sem neistarnir hafi slokknað hjá plötusnúðinum David Guetta og leikkonunni Jessica Ledon eftir sjö ára samband. 

Fram kemur á vef Daily Mail að ástæða sambandsslitanna sé sú að lífsstíll þeirra séu of ólíkur, en annasöm dagskrá þeirra og tíð ferðalög gáfu þeim lítinn tíma saman. Heimildarmaður The Sun segir Guetta hafa verið búsettan á Íbíza í sumar á meðan Ledon bjó í Bandaríkjunum, en það hafi reynt mikið á samband þeirra. 

Á Íslandi án Guetta

Parið byrjaði fyrst saman árið 2015, ári eftir að Guetta skildi við eiginkonu sína til 22 ára.

Á síðasta ári var greint frá því að Guetta hefði gefið leikkonunni svokallaðan loforðshring í stað trúlofunarhrings þar sem hann „trúi ekki lengur á hjónaband.“ 

Parið hefur ekki verið myndað saman síðan á Grammy-verðlaunahátíðinni í apríl, en þá gaf Ledon möguleg sambandsslit í skyn í færslu á samfélagsmiðlum í ágúst, aðeins mánuði eftir að hún eyddi tíma á Íslandi án Guetta. 

View this post on Instagram

A post shared by Jessica Ledon (@jessledon)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Hikaðu ekki við að bera hugmyndir undir fólk sem þú treystir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Hikaðu ekki við að bera hugmyndir undir fólk sem þú treystir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney