Erfitt að verða bara sex aftur

Anna Lilja Karlsdóttir, Þórarna Salóme, Ingibjörg Azima Guðlaugsdóttir, Ragnhildur Gunnarsdóttir, …
Anna Lilja Karlsdóttir, Þórarna Salóme, Ingibjörg Azima Guðlaugsdóttir, Ragnhildur Gunnarsdóttir, Rósa Guðrún Sveinsdóttir og Sólveig Morávek munu þeyta lúðra með Skálmöld í Eldborg annað kvöld og á föstudagskvöld. Ljósmynd/Snorri Sturluson

Liðsmenn Skálmaldar eru í þann mund að gera sig tilbúna fyrir afmælistónleika í Hörpu annað kvöld. Tilefnið er að tíu ár eru liðin frá því að önnur plata sveitarinnar, Börn Loka, kom út. Skálmöld tók sér hlé korter fyrir heimsfaraldur og skreið úr dvala í sumar til að spila á Bræðslunni.

Skálmaldarmenn verða ekki bara sex á sviðinu annað kvöld, heldur munu sex konur spila á blásturshljóðfæri með þeim. Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari og textahöfundur, segir gríðarlega skemmtilegt að fá liðsstyrk frá konunum. 

„Við erum alveg smá ryðgaðir. Þetta er svolítið mikið annað, það þarf að æfa stíft til að koma lúðrunum saman við efnið og bara, koma blóðinu á hreyfingu. En þetta gengur frábærlega — sérstaklega vegna þess að þær eru gersamlega að faðma okkur og verkefnið að sér. Þær eru bara eins og náttúruafl. Það verður örugglega frekar erfitt að fara til baka og verða svo bara sex aftur,“ segir Snæbjörn. 

Snæbjörn fer fögrum orðum um samstarfið.
Snæbjörn fer fögrum orðum um samstarfið. Ljósmynd/Snorri Sturluson

„Fansí sjitt“

Uppselt er á tónleikana annað kvöld en til eru miðar á aukatónleika á föstudagskvöldinu. Snæbjörn lýsir afmælistónleikunum sem „fansí sjitti“ og á þar við að platan verði spiluð í heild sinni, textum og grafík varpað upp á tjald og sagan lesin.

Snæbjörn segir tónleikatvennuna vera fínustu leið til að hrista slenið af Skálmöld sem er á leið í tónleikaferðalag um Evrópu. „39 gigg á jafnmörgum dögum. Og svo eru bara komin jól,“ segir Snæbjörn. 

Gunnar Ben, Björgvin Sigurðsson, Jón Geir Jóhannsson, Snæbjörn Ragnarsson, Þráinn …
Gunnar Ben, Björgvin Sigurðsson, Jón Geir Jóhannsson, Snæbjörn Ragnarsson, Þráinn Árni Baldvinsson og Baldur Ragnarsson eru á leið í 39 daga langt tónleikaferðalag um Evrópu. Ljósmynd/Snorri Sturluson
Gunnar Ben á æfingu fyrr í vikunni.
Gunnar Ben á æfingu fyrr í vikunni. Ljósmynd/Snorri Sturluson
Ljósmynd/Snorri Sturluson
Jón Geir Jóhannsson trommuleikari.
Jón Geir Jóhannsson trommuleikari. Ljósmynd/Snorri Sturluson
Bræðurnir Snæbjörn og Baldur Ragnarssynir.
Bræðurnir Snæbjörn og Baldur Ragnarssynir. Ljósmynd/Snorri Sturluson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Kraftaverk geta vel orðið í peningamálum ef þú hefur trú, áætlun og fjármálasnilling þér til fulltingis. Sanngirni er sanngirni, burtséð frá tilefninu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Kraftaverk geta vel orðið í peningamálum ef þú hefur trú, áætlun og fjármálasnilling þér til fulltingis. Sanngirni er sanngirni, burtséð frá tilefninu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sofia Rutbäck Eriksson