Fagna degi hinna dauðu í Gamla bíói

Degi hinna dauðu verður fagnað í Gamla bíói á laugardaginn.
Degi hinna dauðu verður fagnað í Gamla bíói á laugardaginn. Ljósmynd/Eydís Eyjólfs

„Ég fer á algert flug og ferðalag þegar ég hlusta á mexíkóska tónlist.
Hún er svo kraftmikil, reynir ekkert að vera minimalísk. Svolítið eins og að rífa úr sér hjartað og sjá það slá í höndum sér,“ segir Svanlaug Jóhannsdóttir söngkona sem stendur fyrir einstakri veislu í Gamla bíói um næstu helgi. Þar verður degi hinna dauðu fagnað, en dagurinn er mexíkóskur að uppruna. 

„Ég hef svo mikla trú á ævintýrum og sögum. Ég held að ef að við leyfum okkur að lifa okkur inn í þau þá geri það okkur svo gott. Það er frábært og frelsandi að fá að klæða sig upp og hverfa inn í nýjan heim, þá hefur maður tækifæri til þess að sjá heiminn í nýju ljósi,“ segir Svanlaug og segir að dagur hinna dauðu í Mexíkó sé eitt af þessum ævintýrum fyrir hana. 

Þetta er í þriðja sinn sem Svanlaug skipuleggur hátíðina.
Þetta er í þriðja sinn sem Svanlaug skipuleggur hátíðina. Ljósmynd/Eydís Eyjólfs

„Sú hugmynd að við getum hugsað um þá látnu og dauðann sjálfan á nýjan hátt, við þurfum ekki alltaf að gera allt eins. Mér fannst líka spennandi að hugsa til þess að með því að skoða þeirra hefðir þá gætum við búið til nýjar og jafnvel fundið betri leiðir til þess að vera til staðar fyrir fólkið okkar þegar það upplifir sorg,“ segir Svanlaug. 

Gestir eru hvattir til að klæða sig upp á, en …
Gestir eru hvattir til að klæða sig upp á, en það er þó ekki skylda. Ljósmynd/Eydís Eyjólfs

Eins og jólin á Íslandi

Svanlaug líkir degi hinna dauðu við jólin á Íslandi. Fólk hlakkar til dagsins, skreytir, býr til góðan mat og á heilaga stund með fjölskyldunni. „ Það eru alls ekki allar þjóðir sem eiga heilagar fjölskyldustundir. Í flestum löndum eru jólin partí,“ segir Svanlaug. Degi hinna dauðu er fagnað hinn 2. nóvember í Mexíkó í ár.

Þetta er í þriðja sinn sem Svanlaug blæs til veislunnar og vonast hún til þess að geta haldið hana árlega. „Ég er sérstaklega spennt fyrir þessum tónleikum því að í fyrsta skipti er ég með mexíkóskan söngvara sem tekur með mér nokkra dúetta. Hann heitir José Luis Anderson en notar listamannsnafnið Andervel. Það sem er svo sérstakt við hann er að hann er eini spænskumælandi einstaklingurinn sem skrifar líka lög á íslensku. Einhvern veginn fór hann að því þó hann sé bara búinn að búa hérna í fjögur ár,“ segir Svanlaug.

Dagur hinna dauðu er úr mexíkóskri menningu og segir Svanlaug …
Dagur hinna dauðu er úr mexíkóskri menningu og segir Svanlaug daginn vera svipaðan og jólin á Íslandi. Ljósmynd/Eydís Eyjólfs

Um er að ræða sannkallaða veislu en gestum býðst að gæða sér á sérhönnuðum fordrykk Don Julio, þriggja rétta máltíð í mexíkóskum stíl og njóta tónleika í framhaldi af því. Einnig er í boði að mæta beint á tónleikana. 

Gestir eru sérstaklega hvattir til að klæða sig upp í tilefni dagsins en það er þó ekki skylda. Nánari upplýsingar um miðakaup er að finna á Tix.is.

Í boði verður mexíkósk veisla, bæði fyrir bragðlaukana, eyrun og …
Í boði verður mexíkósk veisla, bæði fyrir bragðlaukana, eyrun og augun. Ljósmynd/Eydís Eyjólfs
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar