Kanye vísað út af skrifstofum Skechers

Kanye West var vísað út af skrifstofum Skechers.
Kanye West var vísað út af skrifstofum Skechers. AFP

Öryggisverðir fylgdu fjöllistamanninum Kanye West út af skrifstofum Skechers í gær. Í tilkynningu frá skóframleiðandanum kemur fram að West hafi mætt á skrifstofurnar án þess að láta vita af sér og óboðinn. 

Mikið hefur gustað um West í fjölmiðlum undanfarnar vikur vegna andgyðinglegra og rasískra ummæla sem hann hefur látið falla á samfélagsmiðlum og í viðtölum. 

Í tilkynningu frá Skechers hafi einnig komið fram að hann hafi brotið reglur um myndbandsupptöku á skrifstofum þeirra. Atvikið átti sér stað í gær, miðvikudag í Los Angeles, en degi áður tilkynnti þýska íþróttavörumerkið Adidas að það hafi rift samningi sínum við West vegna andgyðinglegra ummæla hans. 

„Skechers hefur ekki hug á að vinna með West,“ segir í tilkynningunni og andgyðinleg ummæli hans fordæmd. Stofnandi Skechers, Robert Greenberg, er gyðingur og sömuleiðis er sonur hans, Michael Greenberg, gyðingur en hann er framkvæmdastjóri fyrirtækisins í dag.

Adidas var ekki fyrsta fyrirtækið til að rifta samningi sínum við West, en franska tískuvörumerkið Balenciaga gerði það í síðustu viku og þar á undan sagði bankinn JP Morgan Chase upp öllum viðskiptum sínum við listamanninn. 

Umboðsskrifstofan CAA rifti svo samningi sínum við West á mánudag og framleiðslufyrirtækið MRC sagðist ætla að setja útgáfu heimildarmyndar um West á ís í bili.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir