Kanye vísað út af skrifstofum Skechers

Kanye West var vísað út af skrifstofum Skechers.
Kanye West var vísað út af skrifstofum Skechers. AFP

Örygg­is­verðir fylgdu fjöll­ista­mann­in­um Kanye West út af skrif­stof­um Skechers í gær. Í til­kynn­ingu frá skófram­leiðand­an­um kem­ur fram að West hafi mætt á skrif­stof­urn­ar án þess að láta vita af sér og óboðinn. 

Mikið hef­ur gustað um West í fjöl­miðlum und­an­farn­ar vik­ur vegna and­gyðing­legra og rasískra um­mæla sem hann hef­ur látið falla á sam­fé­lags­miðlum og í viðtöl­um. 

Í til­kynn­ingu frá Skechers hafi einnig komið fram að hann hafi brotið regl­ur um mynd­bands­upp­töku á skrif­stof­um þeirra. At­vikið átti sér stað í gær, miðviku­dag í Los Ang­eles, en degi áður til­kynnti þýska íþrótta­vörumerkið Adi­das að það hafi rift samn­ingi sín­um við West vegna and­gyðing­legra um­mæla hans. 

„Skechers hef­ur ekki hug á að vinna með West,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni og and­gyðin­leg um­mæli hans for­dæmd. Stofn­andi Skechers, Robert Green­berg, er gyðing­ur og sömu­leiðis er son­ur hans, Michael Green­berg, gyðing­ur en hann er fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins í dag.

Adi­das var ekki fyrsta fyr­ir­tækið til að rifta samn­ingi sín­um við West, en franska tísku­vörumerkið Balenciaga gerði það í síðustu viku og þar á und­an sagði bank­inn JP Morg­an Chase upp öll­um viðskipt­um sín­um við lista­mann­inn. 

Umboðsskrif­stof­an CAA rifti svo samn­ingi sín­um við West á mánu­dag og fram­leiðslu­fyr­ir­tækið MRC sagðist ætla að setja út­gáfu heim­ild­ar­mynd­ar um West á ís í bili.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Mundu að hlutirnir eru ekki bara hvítir eða svartir. Hafðu þitt á hreinu áður en þú hefur upp raust þína um menn og málefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Mundu að hlutirnir eru ekki bara hvítir eða svartir. Hafðu þitt á hreinu áður en þú hefur upp raust þína um menn og málefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell