37 þjóðir taka þátt í Eurovision

37 þjóðir munu mæta til leiks í Liverpool í maí …
37 þjóðir munu mæta til leiks í Liverpool í maí á næsta ári. Ljósmynd/Unsplash.com/Conor Samuel

37 þjóðir munu taka þátt í Eurovision í Liverpool á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU), en þrjár þjóðir hafa dregið sig úr keppni vegna hærra keppnisgjalda. Rússar fá ekki að taka þátt í keppninni vegna innrásarinnar í Úkraínu. 

Tilkynnt var fyrr í október að Búlgaría, Norður-Makedónía og Svartfjallaland hefðu ákveðið að skrá sig ekki í keppnina. Þátttökugjald í Eurovision hefur hækkað á milli ára, en upphæðin fer eftir stærð landsins. 

Rússum var meinað að taka þátt í Eurovision á þessu ári vegna innrásarinnar í Úkraínu og hefur ekki verið boðið að taka þátt á því næsta. 

Úkraína vann Eurovision á síðasta ári, en vegna innrásarinnar tók EBU þá ákvörðun að keppnin yrði ekki haldin þar á næsta ári. Bretland, sem lenti í 2. sæti í Tórínó, heldur keppnina fyrir Úkraínu og mun keppnin fara fram í Liverpool.

Úkraína, Bretland, Þýskaland, Ítalía, Frakkland og Spánn þurfa ekki að taka þátt í undankeppninni.

Eurovision fer fram í Liverpool 9., 11. og 13. maí á næsta ári.


 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Hikaðu ekki við að bera hugmyndir undir fólk sem þú treystir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Hikaðu ekki við að bera hugmyndir undir fólk sem þú treystir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney