Carlsen mátaði sig við íslenskt djamm

Magnus Carlsen var hrókur alls fagnaðar í bænum í gær.
Magnus Carlsen var hrókur alls fagnaðar í bænum í gær. mbl.is/Arnþór Birkisson

Norski stórmeistarinn í skák, Magnus Carlsen, sletti úr klaufunum í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum mbl.is djammaði stórmeistarinn á Irishman Pub við Klapparstíg. 

Carlsen er hér á landi til að taka þátt í heimsmeistaramótinu í Fischer-random eða slembiskák. Íslenski stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson skellti sér á djammið með Carlsen. Auk þess að skála á Irisman Pub skelltu stórmeistararnir sér í karíókí á Röntgen við Hverfisgötu.

Hjörvar og Carlsen eru í frí í dag þar sem fjögurra manna úrslit hefjast á morgun. Carlsen teflir á morgun við Ian Nepomniachtchi en Hjörvar mun á sunnudag tefla við hinn þýska Bluebaum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir