Jerry Lee Lewis látinn í alvörunni

Jerry Lee Lewis er látinn, 87 ára að aldri.
Jerry Lee Lewis er látinn, 87 ára að aldri. Ljósmynd/Wikipedia.org/Silvio Tanaka

Tónlistarmaðurinn Jerry Lee Lewis er látinn, 87 ára að aldri. Þessu greinir úgefandi hans, Zach Farnum, frá í fréttatilkynningu. Lewis hafi glímt við alvarleg veikindi síðastiðin ár og verið tilbúinn að kveðja.

Stjörnufréttamiðillinn TMZ var á meðal fjölmiðla sem greindu ranglega frá því að Lewis hafi farið yfir móðuna miklu í fyrradag. Baðst miðillinn í kjölfarið fyrirgefningar.

Vann til fimm Grammy-verðlauna

Jerry Lee Lewis var goðsagnakenndur bandarískur rokksöngvari, lagahöfundur og píanóleikari. Meðal þekktustu slögurum hans eru Great Balls of Fire og Whole Lotta Shakin' going on. Alls vann Lewis til fjögurra Grammy-verðlauna á farsælum ferli.

Lewis var umdeild stjarna og komst breskur blaðamaður að því í maí árið 1958 að rokkstjarnan hafi gifst 13 ára gamalli frænku sinni, Myra Gale Brown. Lewis, sem var 22 ára þegar hann gekk að eiga Brown, sagði hana hafa verið 15 ára þegar þau gengu í það heilaga. Var tónleikaferðalagi hans, Ray Berry, frestað í kjölfarið eftir einungis þrjá tónleika.

Lewis lætur eftir sig eiginkonu, Judith Coghlan Lewis og fjögur uppkomin börn. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Til að vera í jafnvægi þarf lífið að búa yfir leik alveg eins og vinnu. Málamiðlunarhæfileikar þínir fara ekki framhjá yfirmönnum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Til að vera í jafnvægi þarf lífið að búa yfir leik alveg eins og vinnu. Málamiðlunarhæfileikar þínir fara ekki framhjá yfirmönnum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney