Sagður með þráhyggju fyrir Hitler

Heimildarmenn segja West hafa verið með þráhyggju fyrir Adolf Hitler.
Heimildarmenn segja West hafa verið með þráhyggju fyrir Adolf Hitler. AFP

Nokkrir heimildarmenn bandaríska miðilsins CNN segja bandaríska fjöllistamanninn Kanye West hafa verið með þráhyggju fyrir Adolf Hitler. Segja þeir hann hafa lesið áróðursrit Hitlers, Mein Kampf, og viljað nefna plötu eftir leiðtoganum.

„Hann lofsamaði Hitler og sagði það hafa verið magnað hversu miklum völdum hann náði. Hann talaði um allt það magnaða sem hann og Nasistaflokkurinn áorkaði fyrir þýska kynstofninn,“ sagði einn heimildarmanna CNN. 

Heimildarmaðurinn vann fyrir West um tíma og segir West hafa skapað eitrað andrúmsloft í vinnunni vegna þráhyggju sinnar fyrir Hitler. Hann vildi ekki láta nafn síns getið, en hann vann um tíma fyrir West. 

Hann sagði alla í innri hring Wests hafa verið meðvitaða um að áhuga hans á Hitler. CNN hefur eftir fjórum nafngreindum heimildarmönnum að West hafi viljað gefa plötunni Ye sem kom út árið 2018, nafnið Hitler. 

West er sagður hafa talað mikið um Mein Kampf.
West er sagður hafa talað mikið um Mein Kampf. AFP

Brennt allar brýr

West hefur mikið verið í fjölmiðlum undanfarnar vikurnar vegna andgyðinglegra ummæla sinna á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum. Hefur fjöldi fyrirtækja sagt upp samningum sínum við West, þar á meðal Adidas og Balenciaga. Þá hefur viðskiptabanki hans, JP Morgan Chase, sagt upp viðskiptum sínum við hann og umboðsskrifstofa hans rift samningi sínum við hann.

Ástralski tónlistarmaðurinn Nick Cave svaraði spurningum um West í pallborðsumræðum í Lundúnum í gær. Greinir NME svo frá að að Cave hafi sagst vera mjög vonsvikinn yfir hegðun og ummælum Wests síðustu vikur. 

Nick Cave.
Nick Cave. AFP

„Fyrir mér er Kanye, og þetta er umdeild skoðun, en mín skoðun á honum er að hann sé magnaðasti listamaður okkar tíma. Ég elska tónlistina hans. Yeezus og gospel tónlistin, þessi gospel tónlist er ólík öllu öðru sem ég hef heyrt,“ sagði Cave. 

Hann viðurkenndi að hann ætti þó erfitt með andgyðingleg ummæli hans. „Mér finnst þetta svívirðilegt. Þarf þessi manneskja að leggjast svona lágt og halda uppi svona þreytandi umræðu, svona oft og mikið? Þetta veldur mér gríðarlega miklum vonbrigðum, og núna finnst mér erfitt að hlusta á plötur Kanyes, en um leið met ég framlagið,“ sagði Cave. 

Vinni ekki aftur með West

West hefur verið goðsögn í tískuheiminum um langt skeið og unnið með stærstu tískuvörumerkjum heims. Þá hefur hann unnið náið með tískutímaritinu Vogue og ritstjóranum Önnu Wintour.

Talsmaður fyrir Vogue sagði við Page Six í vikunni að hvorki tímaritið né ritstjórinn hefði hug á að vinna með West á næstunni. 

West hefur verið gestur á Met Gala frá árinu 2009 og prýddi forsíðu Vogue árið 2014 með þáverandi eiginkonu sinni Kim Kardashian. 

Þá hefur Wintour látið sjá sig með sólgleraugu úr nýrri línu frá Yeezy. 

Anna Wintour.
Anna Wintour. AFP

Aftur á Twitter?

West var settur í bann á Twitter og Instagram fyrr í þessum mánuði eftir að hann hélt uppi gyðingaandúð í færslum sínum á miðlunum.

Greint var frá því í gær að milljarðamæringurinn Elon Musk hefði fest kaup á Twitter og rekið helstu stjórnendum. Hefur hann talað fyrir tjáningarfrelsi og þykir aðdáendum Wests því líklegt að nú fái hetjan þeirra að snúa aftur á lyklaborðið. 

Annar maður sem ekki hefur fengið að tjá sig á Twitter um nokkurt skeið, Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er í það minnsta ánægður með kaupin og segir Twitter loks vera í höndunum á heilvita manni.

Tískuheimurinn hefur snúið baki við West.
Tískuheimurinn hefur snúið baki við West. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir