Sagður með þráhyggju fyrir Hitler

Heimildarmenn segja West hafa verið með þráhyggju fyrir Adolf Hitler.
Heimildarmenn segja West hafa verið með þráhyggju fyrir Adolf Hitler. AFP

Nokkr­ir heim­ild­ar­menn banda­ríska miðils­ins CNN segja banda­ríska fjöll­ista­mann­inn Kanye West hafa verið með þrá­hyggju fyr­ir Ad­olf Hitler. Segja þeir hann hafa lesið áróðurs­rit Hitlers, Mein Kampf, og viljað nefna plötu eft­ir leiðtog­an­um.

„Hann lof­samaði Hitler og sagði það hafa verið magnað hversu mikl­um völd­um hann náði. Hann talaði um allt það magnaða sem hann og Nas­ista­flokk­ur­inn áorkaði fyr­ir þýska kyn­stofn­inn,“ sagði einn heim­ild­ar­manna CNN. 

Heim­ild­armaður­inn vann fyr­ir West um tíma og seg­ir West hafa skapað eitrað and­rúms­loft í vinn­unni vegna þrá­hyggju sinn­ar fyr­ir Hitler. Hann vildi ekki láta nafn síns getið, en hann vann um tíma fyr­ir West. 

Hann sagði alla í innri hring Wests hafa verið meðvitaða um að áhuga hans á Hitler. CNN hef­ur eft­ir fjór­um nafn­greind­um heim­ild­ar­mönn­um að West hafi viljað gefa plöt­unni Ye sem kom út árið 2018, nafnið Hitler. 

West er sagður hafa talað mikið um Mein Kampf.
West er sagður hafa talað mikið um Mein Kampf. AFP

Brennt all­ar brýr

West hef­ur mikið verið í fjöl­miðlum und­an­farn­ar vik­urn­ar vegna and­gyðing­legra um­mæla sinna á sam­fé­lags­miðlum og í fjöl­miðlum. Hef­ur fjöldi fyr­ir­tækja sagt upp samn­ing­um sín­um við West, þar á meðal Adi­das og Balenciaga. Þá hef­ur viðskipta­banki hans, JP Morg­an Chase, sagt upp viðskipt­um sín­um við hann og umboðsskrif­stofa hans rift samn­ingi sín­um við hann.

Ástr­alski tón­list­armaður­inn Nick Cave svaraði spurn­ing­um um West í pall­borðsum­ræðum í Lund­ún­um í gær. Grein­ir NME svo frá að að Cave hafi sagst vera mjög von­svik­inn yfir hegðun og um­mæl­um Wests síðustu vik­ur. 

Nick Cave.
Nick Cave. AFP

„Fyr­ir mér er Kanye, og þetta er um­deild skoðun, en mín skoðun á hon­um er að hann sé magnaðasti listamaður okk­ar tíma. Ég elska tón­list­ina hans. Yeezus og gospel tón­list­in, þessi gospel tónlist er ólík öllu öðru sem ég hef heyrt,“ sagði Cave. 

Hann viður­kenndi að hann ætti þó erfitt með and­gyðing­leg um­mæli hans. „Mér finnst þetta sví­v­irðilegt. Þarf þessi mann­eskja að leggj­ast svona lágt og halda uppi svona þreyt­andi umræðu, svona oft og mikið? Þetta veld­ur mér gríðarlega mikl­um von­brigðum, og núna finnst mér erfitt að hlusta á plöt­ur Kanyes, en um leið met ég fram­lagið,“ sagði Cave. 

Vinni ekki aft­ur með West

West hef­ur verið goðsögn í tísku­heim­in­um um langt skeið og unnið með stærstu tísku­vörumerkj­um heims. Þá hef­ur hann unnið náið með tísku­tíma­rit­inu Vogue og rit­stjór­an­um Önnu Wintour.

Talsmaður fyr­ir Vogue sagði við Page Six í vik­unni að hvorki tíma­ritið né rit­stjór­inn hefði hug á að vinna með West á næst­unni. 

West hef­ur verið gest­ur á Met Gala frá ár­inu 2009 og prýddi forsíðu Vogue árið 2014 með þáver­andi eig­in­konu sinni Kim Kar­dashi­an. 

Þá hef­ur Wintour látið sjá sig með sólgler­augu úr nýrri línu frá Yeezy. 

Anna Wintour.
Anna Wintour. AFP

Aft­ur á Twitter?

West var sett­ur í bann á Twitter og In­sta­gram fyrr í þess­um mánuði eft­ir að hann hélt uppi gyðinga­andúð í færsl­um sín­um á miðlun­um.

Greint var frá því í gær að millj­arðamær­ing­ur­inn Elon Musk hefði fest kaup á Twitter og rekið helstu stjórn­end­um. Hef­ur hann talað fyr­ir tján­ing­ar­frelsi og þykir aðdá­end­um Wests því lík­legt að nú fái hetj­an þeirra að snúa aft­ur á lykla­borðið. 

Ann­ar maður sem ekki hef­ur fengið að tjá sig á Twitter um nokk­urt skeið, Don­ald Trump fyrr­ver­andi for­seti Banda­ríkj­anna, er í það minnsta ánægður með kaup­in og seg­ir Twitter loks vera í hönd­un­um á heil­vita manni.

Tískuheimurinn hefur snúið baki við West.
Tísku­heim­ur­inn hef­ur snúið baki við West. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Það er kominn tími til þess að þú brjótir af þér hlekki vanans og bryddir upp á einhverjum nýjungum. Að þekkja satt frá ósönnu er nauðsynlegt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Það er kominn tími til þess að þú brjótir af þér hlekki vanans og bryddir upp á einhverjum nýjungum. Að þekkja satt frá ósönnu er nauðsynlegt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant