Skilja eftir 13 ára hjónaband

Gisele Bundchen og Tom Brady eru sögð vera að skilja.
Gisele Bundchen og Tom Brady eru sögð vera að skilja. AFP

Fyrirsætan Gisele Bündchen og ruðningskappinn Tom Brady eru skilin. Hjónin hafa verið gift í 13 ár en sögusagnir hafa verið á kreiki um yfirvofandi skilnað þeirra. 

TMZ greindi fyrst frá og segir Bündchen hafa sótt um skilnað í Flórída nú í morgun. Brady staðfesti fréttirnar í tilkynningu á Instagram. 

„Við eiginkona mín höfum gengið frá skilnaði okkar undanfarna daga eftir 13 ára hjónaband. Við komumst að þessari niðurstöðu saman og hugsum með þakklæti um þann tíma sem við eyddum saman,“ skrifaði Brady.

Hann sagði að það væri erfitt að ákveða að skilja en að þetta væri það rétta í stöðunni og best fyrir alla. 

Yfirlýsing Tom Brady.
Yfirlýsing Tom Brady. Skjáskot/Instagram

Fyrr hefur verið greint frá því að bæði væru þau búin að ráða sér skilnaðarlögfræðinga. Brady og Bündchen hafa ekki sést saman opinberlega í nokkurn tíma. 

Þá hefur verið fjallað um að þau byggju hvort í sínu lagi eftir að Brady ákvað að hætta við að leggja skónna á hilluna og sneri aftur í NFL-deildina. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan