Fyrrverandi parið Vala og Arnar aðlagast breyttum aðstæðum í nýjstu þáttaröðinni af Venjulegu fólki. Arnar er kominn í nýtt samband og kynnir Völu og mömmu hennar fyrir nýju kærustunni. Undirtektirnar eru misjafnar.
Venjulegt fólk hefur algjörlega slegið í gegn hjá Íslendingum síðustu ár og eru eitt vinsælasta sjónvarpsefni Símans frá upphafi. Glassriver framleiðir þættina fyrir Símann og Fannar Sveinsson leikstýrir. Með aðalhlutverk fara sem áður Vala Kristín Eiríksdóttir, Júlíana Sara Gunnarsdóttir, Hilmar Guðjónsson og Arnmundur Ernst Backman. Auk þeirra leika stóra rullu þau Halldóra Geirharðsdóttir, Pétur Jóhann Sigfússon og Sigurður Þór Óskarsson. Nú er fimmta þáttaröðin komin í Sjónvarp Símans Premium.