Sænska poppsöngkonan Tove Lo kveðst í samtali við breska blaðið Independent vera lifandis fegin að hún sló ekki í gegn fyrr en eftir tvítugt.
„Hefði ég orðið vinsæl 17 ára, þegar mér leið ekki vel, væri ég ennþá veik í dag. Það er útilokað mál að ég hefði getað höndlað alla gagnrýnina og krufninguna á útliti mínu, líkama, andliti. Eða að standa fyrir framan myndavélina á dögum þegar ég hataði sjálfa mig.“