Egill Ólafsson aflýsir tónleikum vegna parkinson

Egill Ólafssson er með Parkison-sjúkdóminn.
Egill Ólafssson er með Parkison-sjúkdóminn.

Tónlistarmaðurinn og leikarinn Egill Ólafsson mun ekki spila með hljómsveit sinni Stuðmönnum vegna veikinda. Hann getur því ekki tekið þátt í kvikmyndatónleikum, Með allt á hreinu, sem áttu að fara fram í Hörpu 11. nóvember. Vegna þessa er búið að aflýsa tónleikunum og geta tónleikagestir fengið endurgreitt. Fréttablaðið greinir frá þessu. 

„Egill harmar að þurfa að segja sig frá þessum viðburði og biðst velvirðingar, en þar sem hann getur ekki lengur stólað á röddina vegna parkinsonsjúkdóms telur hann best að koma hreint fram og játa sig vanmáttugan,“ segir í tilkynningunni.

Stuðmenn munu á allra næstu vikum tilkynna nýtt verkefni í tilefni 40 ára afmælis kvikmyndarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar