One Direction-stjarnan Liam Payne frumsýndi nýju kærustuna, Kate Cassidy, í hrekkjavökupartíi í Lundúnum um helgina.
Aðeins sex mánuðir eru liðnir frá því að fyrrum unnusta söngvarans, fyrirsætan Maya Henry, sleit stormasamri trúlofun þeirra eftir að myndir birtust af Payne með annarri konu á Instagram.
Payne og Cassidy ákváðu að taka stjörnuparið Sunnevu Eir Einarsdóttur og Benedikt Bjarnason til fyrirmyndar og klæddu sig upp sem Pamela Anderson og Tommy Lee. Cassidy klæddi sig upp í svart lífstykki, netsokkabuxur og há stígvél á meðan Payne skellti sér í leðurbuxur og hvítan hlýrabol.
Cassidy er 23 ára gömul og er búsett í New Jersey, Bandaríkjunum. Samkvæmt heimildum Daily Mail er faðir hennar breskur, en hún stundaði nám við Charleston-háskólann í Suður-Karólínu. Cassidy er með yfir 8.800 fylgjendur á Instagram, en þar er hún dugleg að deila myndum af sér.
Heimildamaður The Sun segir þau vera óð hvort í annað. „Kate er villt stelpa svo Liam er klárlega á leið í skemmtilegt ferðalag með henni. Hún er alltaf á næturklúbbum og virðist elska London,“ sagði hann.