Frumsýndi nýju ástina á hrekkjavökunni

Fyrrum söngvari hljómsveitarinnar One Direction, Liam Payne, frumsýndi kærustu sína …
Fyrrum söngvari hljómsveitarinnar One Direction, Liam Payne, frumsýndi kærustu sína í hrekkjavökuparíi um helgina. Samsett mynd

One Direction-stjarnan Liam Payne frumsýndi nýju kærustuna, Kate Cassidy, í hrekkjavökupartíi í Lundúnum um helgina. 

Aðeins sex mánuðir eru liðnir frá því að fyrrum unnusta söngvarans, fyrirsætan Maya Henry, sleit stormasamri trúlofun þeirra eftir að myndir birtust af Payne með annarri konu á Instagram. 

Í stíl við Sunnevu og Benedikt

Payne og Cassidy ákváðu að taka stjörnuparið Sunnevu Eir Einarsdóttur og Benedikt Bjarnason til fyrirmyndar og klæddu sig upp sem Pamela Anderson og Tommy Lee. Cassidy klæddi sig upp í svart lífstykki, netsokkabuxur og há stígvél á meðan Payne skellti sér í leðurbuxur og hvítan hlýrabol. 

Pamela Anderson og Tommy Lee voru vinsæl á hrekkjavökunni. Hér …
Pamela Anderson og Tommy Lee voru vinsæl á hrekkjavökunni. Hér má sjá Sunnevu og Benedikt (til vinstri) og Payne og Cassidy (til hægri). Samsett mynd

Eru óð hvort í annað

Cassidy er 23 ára gömul og er búsett í New Jersey, Bandaríkjunum. Samkvæmt heimildum Daily Mail er faðir hennar breskur, en hún stundaði nám við Charleston-háskólann í Suður-Karólínu. Cassidy er með yfir 8.800 fylgjendur á Instagram, en þar er hún dugleg að deila myndum af sér. 

Cassidy er 23 ára gömul og er búsett í Bandaríkjunum.
Cassidy er 23 ára gömul og er búsett í Bandaríkjunum. Skjáskot/Instagram

Heimildamaður The Sun segir þau vera óð hvort í annað. „Kate er villt stelpa svo Liam er klárlega á leið í skemmtilegt ferðalag með henni. Hún er alltaf á næturklúbbum og virðist elska London,“ sagði hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Til að vera í jafnvægi þarf lífið að búa yfir leik alveg eins og vinnu. Málamiðlunarhæfileikar þínir fara ekki framhjá yfirmönnum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Til að vera í jafnvægi þarf lífið að búa yfir leik alveg eins og vinnu. Málamiðlunarhæfileikar þínir fara ekki framhjá yfirmönnum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney