Veikindi Egils hafa ekki áhrif á kvikmynd Baltasars

Ólafur Jóhann Ólafsson, Egill Ólafsson og Baltasar Kormákur. Myndin var …
Ólafur Jóhann Ólafsson, Egill Ólafsson og Baltasar Kormákur. Myndin var tekin í Lundúnum á dögunum. Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir

Egill Ólafsson, söngvari og leikari, er kominn með parkinsonsjúkdóminn og þurfti að aflýsa tónleikum sem áttu að fara fram í Hörpu 11. nóvember. Á dögunum var greint frá því að Egill myndi fara með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Snerting í leikstjórn Baltasars Kormáks. Kvikmyndin er unnin upp úr samnefndri bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Baltasar segist hafa vitað af veikindum Egils þegar hann var ráðinn í hlutverkið.

„Aðalpersóna myndarinnar, sem Egill leikur, er með sjúkdóm sem er ekki ólíkur parkinson. Við ákváðum að vinna með þessi einkenni í hans karakter í myndinni. Það er ekki verið að fela sjúkdóminn í Snertingu,“ segir Baltasar í samtali við mbl.is. 

Egill Ólafsson í hlutverki Kristófers í kvikmyndinni Snertingu sem nú …
Egill Ólafsson í hlutverki Kristófers í kvikmyndinni Snertingu sem nú er í tökum. Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir

Baltasar segir að rödd Egils sé viðkvæm og að það sé róleg orka í kringum hann sem rímar vel við aðalsöguhetjuna Kristófer. 

„Tökurnar í London gengu frábærlega,“ segir Baltasar. 

Snerting fjallar um Kristófer sem leggur í langferð í leit að svörum við ráðgátu fortíðar sinnar. Tökurnar í Lundúnum voru viðamiklar, þar sem götur borgarinnar voru annars vegar færðar í fortíðarbúning til að endurskapa andrúmsloft sjöunda áratugarins og hins vegar til upphafs veirunnar þegar öllu var skellt í lás. Yoko Narahashi ferm með hlutverk í Snertingu ásamt Pálma Kormáki og Koki. Myndin er framleidd af Baltasar og Agnesi Johansen fyrir RVK Studios. Tökur halda áfram á Íslandi í kvikmyndaveri RVK Studios í Gufunesi í nóvember og lýkur í Japan eftir áramót.

Baltasar Kormákur er leikstjóri myndarinnar. Hér er hann að vinna …
Baltasar Kormákur er leikstjóri myndarinnar. Hér er hann að vinna bak við tjöldin. Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir