Veikindi Egils hafa ekki áhrif á kvikmynd Baltasars

Ólafur Jóhann Ólafsson, Egill Ólafsson og Baltasar Kormákur. Myndin var …
Ólafur Jóhann Ólafsson, Egill Ólafsson og Baltasar Kormákur. Myndin var tekin í Lundúnum á dögunum. Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir

Egill Ólafsson, söngvari og leikari, er kominn með parkinsonsjúkdóminn og þurfti að aflýsa tónleikum sem áttu að fara fram í Hörpu 11. nóvember. Á dögunum var greint frá því að Egill myndi fara með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Snerting í leikstjórn Baltasars Kormáks. Kvikmyndin er unnin upp úr samnefndri bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Baltasar segist hafa vitað af veikindum Egils þegar hann var ráðinn í hlutverkið.

„Aðalpersóna myndarinnar, sem Egill leikur, er með sjúkdóm sem er ekki ólíkur parkinson. Við ákváðum að vinna með þessi einkenni í hans karakter í myndinni. Það er ekki verið að fela sjúkdóminn í Snertingu,“ segir Baltasar í samtali við mbl.is. 

Egill Ólafsson í hlutverki Kristófers í kvikmyndinni Snertingu sem nú …
Egill Ólafsson í hlutverki Kristófers í kvikmyndinni Snertingu sem nú er í tökum. Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir

Baltasar segir að rödd Egils sé viðkvæm og að það sé róleg orka í kringum hann sem rímar vel við aðalsöguhetjuna Kristófer. 

„Tökurnar í London gengu frábærlega,“ segir Baltasar. 

Snerting fjallar um Kristófer sem leggur í langferð í leit að svörum við ráðgátu fortíðar sinnar. Tökurnar í Lundúnum voru viðamiklar, þar sem götur borgarinnar voru annars vegar færðar í fortíðarbúning til að endurskapa andrúmsloft sjöunda áratugarins og hins vegar til upphafs veirunnar þegar öllu var skellt í lás. Yoko Narahashi ferm með hlutverk í Snertingu ásamt Pálma Kormáki og Koki. Myndin er framleidd af Baltasar og Agnesi Johansen fyrir RVK Studios. Tökur halda áfram á Íslandi í kvikmyndaveri RVK Studios í Gufunesi í nóvember og lýkur í Japan eftir áramót.

Baltasar Kormákur er leikstjóri myndarinnar. Hér er hann að vinna …
Baltasar Kormákur er leikstjóri myndarinnar. Hér er hann að vinna bak við tjöldin. Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan