Heidi Klum tjaldaði öllu til

Heidi Klum var ánamaðkur á hrekkjavökunni.
Heidi Klum var ánamaðkur á hrekkjavökunni. Samsett mynd

Hrekkjavökudrottningin Heidi Klum fór svo sannarlega alla leið á hrekkjavökunni í ár þegar hún klæddi sig upp sem ánamaðkur. Klum er þekkt fyrir að tjalda öllu til á hrekkjavökunni og svaraði svo sannarlega kallinu í ár. 

Klum heldur hrekkjavökupartí fyrir ríka og fræga fólkið í New York á hverju ári. Í viðtali við fjölmiðla fyrir partíið sagðist hún hafa reynt að hugsa út fyrir kassann í ár. Upphaflega hafi hún farið að hugsa um tré og plöntur og þaðan fékk hún hugmyndina að orminum. 

Það tók hana um tíu tíma að gera sig tilbúna með hjálp fjölda aðstoðarmanna. „Þetta er einn af þeim bestu myndi ég segja, bara því hann er svo undarlegur og stór og það er skrítið,“ sagði Klum.

Búningurinn skerti hreyfigetu fyrirsætunnar svo um munaði, hún gat ekki notað hendurnar í búningnum og þegar hún datt þurfti hún aðstoð til þess að reisa sig við. 

View this post on Instagram

A post shared by Prime Video (@primevideo)

View this post on Instagram

A post shared by Heidi Klum (@heidiklum)



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eftir siglingu á lygnum sjó dregur allt í einu til tíðinda hjá þér í ástamálunum. Reyndu að eyða tíma úti í náttúrunni, lestu bók eða farðu í gönguferð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eftir siglingu á lygnum sjó dregur allt í einu til tíðinda hjá þér í ástamálunum. Reyndu að eyða tíma úti í náttúrunni, lestu bók eða farðu í gönguferð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup