Hrekkjavökudrottningin Heidi Klum fór svo sannarlega alla leið á hrekkjavökunni í ár þegar hún klæddi sig upp sem ánamaðkur. Klum er þekkt fyrir að tjalda öllu til á hrekkjavökunni og svaraði svo sannarlega kallinu í ár.
Klum heldur hrekkjavökupartí fyrir ríka og fræga fólkið í New York á hverju ári. Í viðtali við fjölmiðla fyrir partíið sagðist hún hafa reynt að hugsa út fyrir kassann í ár. Upphaflega hafi hún farið að hugsa um tré og plöntur og þaðan fékk hún hugmyndina að orminum.
Það tók hana um tíu tíma að gera sig tilbúna með hjálp fjölda aðstoðarmanna. „Þetta er einn af þeim bestu myndi ég segja, bara því hann er svo undarlegur og stór og það er skrítið,“ sagði Klum.
Búningurinn skerti hreyfigetu fyrirsætunnar svo um munaði, hún gat ekki notað hendurnar í búningnum og þegar hún datt þurfti hún aðstoð til þess að reisa sig við.