Rapparinn Takeoff skotinn til bana

Rapparinn Takeoff í Migos var skotinn til bana í Houston …
Rapparinn Takeoff í Migos var skotinn til bana í Houston í nótt. Ljósmynd/Wikipedia/Charito Yap

Íslandsvinurinn Takeoff er látinn 28 ára að aldri. Var rapparinn skotinn til bana í Houston í Texas í Bandaríkjunum. TMZ greinir frá.

Takeoff, sem réttu nafni hét Kirshnik Khari Ball, var í rappsveitinni Migos sem spilaði hér á Íslandi árið 2017. 

Skotárásin átti sér stað í keiluhöll í Houston þar sem hann og rapparinn Quavo voru. Var Takeoff úrskurðaður látinn á staðnum en tveir voru fluttir á slysadeild. Quavo slasaðist ekki í árásinni. 

Takeoff var yngsti liðsmaður sveitarinnar Migos, en þeir frændur, Takeoff, Quavo og Offset stofnuðu sveitina árið 2008 í Georgia. Fyrsta lag þeirra sem naut vinsælda var lagið Versace sem kom út árið 2013. Vinsældir þeirra náðu svo hæstu hæðum árið 2016 þegar þeir gáfu út lagið Bad and Boujee.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson