Swift skráði nafn sitt í sögubækurnar

Taylor Swift er fyrsti listamaðurinn til að eiga tíu lög …
Taylor Swift er fyrsti listamaðurinn til að eiga tíu lög í tíu efstu sætunum á vinsældarlista Billboard í Bandaríkjunum. AFP

Taylor Swift skráði nafn sitt svo sannarlega á spjöld sögubókanna í gær þegar hún varð fyrsti listamaður heims til þess að eiga lög í tíu efstu sætum vinsældarlistans í Bandaríkjunum. 

Lög af plötu hennar Midnights, sem kom út hinn 21. október, skipa öll tíu efstu sætin, en þar trónir á toppnum lagið Anti-Hero.

Þetta er í fyrsta skipti í 64 ára sögu Billboard-listans sem nokkur listamaður á tíu lög í efstu tíu sætunum. Kanadíski tónlistarmaðurinn Drake komst hvað næst því í september á síðasta ári, en þá átti hann níu af tíu lögum þar. 

Midnights er tíunda breiðskífa Swift og setti sannarlega allt á hliðina þegar hún kom út. Streymisveitan Spotify lá niðri í nokkrar klukkustundir þegar hún kom út, en náði hún samt að slá það met að vera mest spilaða platan á einum sólarhring. 

Þrettán lög eru á plötunni og segja þau sögu af þrettán svefnlausum nóttum í lífi Swift. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að vita ekkert er betra en að vita eitthvað sem ekki stenst. Hve er sinnar gæfu smiður og enginn hefur rétt til þess að ráðskast með þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að vita ekkert er betra en að vita eitthvað sem ekki stenst. Hve er sinnar gæfu smiður og enginn hefur rétt til þess að ráðskast með þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Torill Thorup