Swift skráði nafn sitt í sögubækurnar

Taylor Swift er fyrsti listamaðurinn til að eiga tíu lög …
Taylor Swift er fyrsti listamaðurinn til að eiga tíu lög í tíu efstu sætunum á vinsældarlista Billboard í Bandaríkjunum. AFP

Taylor Swift skráði nafn sitt svo sannarlega á spjöld sögubókanna í gær þegar hún varð fyrsti listamaður heims til þess að eiga lög í tíu efstu sætum vinsældarlistans í Bandaríkjunum. 

Lög af plötu hennar Midnights, sem kom út hinn 21. október, skipa öll tíu efstu sætin, en þar trónir á toppnum lagið Anti-Hero.

Þetta er í fyrsta skipti í 64 ára sögu Billboard-listans sem nokkur listamaður á tíu lög í efstu tíu sætunum. Kanadíski tónlistarmaðurinn Drake komst hvað næst því í september á síðasta ári, en þá átti hann níu af tíu lögum þar. 

Midnights er tíunda breiðskífa Swift og setti sannarlega allt á hliðina þegar hún kom út. Streymisveitan Spotify lá niðri í nokkrar klukkustundir þegar hún kom út, en náði hún samt að slá það met að vera mest spilaða platan á einum sólarhring. 

Þrettán lög eru á plötunni og segja þau sögu af þrettán svefnlausum nóttum í lífi Swift. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir