Julie Powell úr „Julie & Julia“ er látin

Julie Powell árið 2009 á frumsýningu myndarinnar „Julie & Julia“.
Julie Powell árið 2009 á frumsýningu myndarinnar „Julie & Julia“. AFP/Stephen Lovekin/Getty

Rit­höf­und­ur­inn Ju­lie Powell, sem ein­setti sér að elda all­ar upp­skrift­irn­ar í bók Ju­liu Child, French Cook­ing, er lát­inn af völd­um hjarta­áfalls, 49 ára að aldri. 

Að sögn The New York Times lést Powell, sem var einn af upp­haf­legu mat­ar­blogg­ur­un­um, á heim­ili sínu í New York.

Powell hóf verk­efni sitt Ju­lie/​Ju­lia þegar netið var að ryðja sér rúms þar sem hún greindi í blogg­færsl­um sín­um frá æv­in­týr­um sín­um í eld­hús­inu með beitt­an húm­or að vopni.

AFP/​Astrid Stawi­arz

Verk­efnið sner­ist um að elda all­ar 524 upp­skrift­irn­ar úr bók Child frá ár­inu 1961, Master­ing the Art of French Cook­ing, Volume 1, í lít­illi íbúð sinni í hverf­inu Qu­eens þar sem hún bjó með eig­in­manni sín­um.

Verk­efnið var gefið út á bók árið 2005. Leik­stjór­inn Nora Ephron bjó síðan til vin­sæla kvik­mynd upp úr bók­inni með Meryl Streep í hlut­verki Child og Amy Adams í rullu Powells.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þetta er góður dagur til fjáröflunar. Sú mikilvægasta varðar hvaða eiginleika þú þarft að rækta með þér eða þróa til þess að ná markmiði þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
4
Lone Theils
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þetta er góður dagur til fjáröflunar. Sú mikilvægasta varðar hvaða eiginleika þú þarft að rækta með þér eða þróa til þess að ná markmiði þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
4
Lone Theils