Aaron Carter er látinn

Aaron Carter var einungis 34 ára er hann lést.
Aaron Carter var einungis 34 ára er hann lést. Skjáskot/Instagram

Bandaríski söngvarinn og rapparinn Aaron Carter er látinn 34 ára að aldri. Carter er yngri bróðir Nick Carter sem var í hljómsveitinni Back Street Boys.

TMZ greinir frá andláti Carter en hann fannst látinn í baðkari á heimili sínu í Kaliforníu-ríki.

Lögregla rannsakar nú andlátið en ekki er talið að það hafi borið að með saknæmum hætti. 

Carter gerði garðinn frægan á tíunda áratugnum með lögunum I'm All About You, I Want Candy og Aaron's Party. Hann gaf út sína fyrstu plötu er hann var einungis níu ára gamall. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup