Kynþokkafyllsti maður heims krýndur

Leikarinn Chris Evans hefur verið valinn kynþokkafyllsti maður heims.
Leikarinn Chris Evans hefur verið valinn kynþokkafyllsti maður heims. AFP

Leikarinn Chris Evans hefur verið valinn „kynþokkafyllsti maður í heimi“ hjá tímaritinu People. Evans tekur við titlinum af leikaranum Paul Rudd sem var valinn sá kynþokkafyllsti á síðasta ári. 

Evans hefur leikið í fjölda kvikmynda og þáttaraða, en hann er hve þekktastur fyrir hlutverk sitt sem ofurhetjan Kafteinn Ameríka í kvikmyndum Marvel. Hann fetar nú í fótspor annarra ofurhetja á borð við Rudd, Ryan Reynolds og Chris Hemsworth. 

Marvel-stjarnan prýðir nú forsíðu tímaritsins, en hann segist viðbúinn því að vinir hans stríði honum vegna tilnefningarinnar á meðan móðir hans sé afar ánægð með nýjan titil sonar síns. „Í raun og veru verður þetta bara einelti,“ sagði Evans og hló. 

„Mamma verður svo ánægð. Hún er stolt af öllu sem ég geri, en þetta er nokkuð sem hún getur virkilega stært sig af,“ bætti hann við. 

View this post on Instagram

A post shared by People Magazine (@people)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka