Fimmta og umdeildasta þáttaröðin í loftið

Fimmta þáttaröð fer í loftið á Netflix á morgun. Imelda …
Fimmta þáttaröð fer í loftið á Netflix á morgun. Imelda Staunton fer með hlutverk Elísabetar II. Bretadrottningar í þáttunum.

Sérfræðingur í bresku konungsfjölskyldunni segir að yngri áhorfendur, sem ekki muna sjálfir eftir tíunda áratug síðustu aldar, muni að öllum líkindum draga margar ályktanir um bresku konungsfjölskylduna eftir að hafa horft á fimmtu þáttaröð Crown. 

„Ég held að margir muni líta á þessa Netflix-þætti sem hálfgerða heimildaþætti,“ segir Pauline Maclaran, prófessor við Lundúnaháskóla, í viðtali við BBC. „Við vitum að konungsfjölskyldan nýtur ekki jafn mikilla vinsælda hjá þessari kynslóð.“

Maclaran á enn fremur von á því að yngri kynslóðir muni ekki hafa mikla samúð með konungsfjölskyldunni eftir að fylgjast með því hvernig fjallað verður um hjónaband og skilnað Díönu prinsessu og Karls sem þá var prins. 

„Þau munu líklegast líta svo á að Díana hafi verið fórnarlamb Karls,“ sagði Maclaran.

Díana hetja ungu kynslóðarinnar

Fimmta þáttaröðin fer í loftið í dag en hún hefur verið harðlega gagnrýnd í Bretlandi á síðustu mánuðum. Þá hafa umræður skapast um sagnfræðilegt gildi þáttaraðarinnar en Maclaren segir gildi þáttanna einna helst tilfinningalegt og þau tilfinningalegu skilaboð sem verið er að senda. 

Hún sér fyrir sér að Díana prinsessa verði á ný eftirlæti ungu kynslóðarinnar. Þessi kynslóð muni tengja við hennar persónulegu áskoranir og skoðanir hennar á stofnunum. Heil kynslóð sem man ekki eftir Díönu á lífi mun líta á hana sem hetju. 

„Það hefur mikil áhrif hvernig saga hennar er sögð í dægurmenningarefni,“ sagði Maclaran.

John Lee Miller fer með hlut­verk þáver­andi for­sæt­is­ráðherra John Maj­or. …
John Lee Miller fer með hlut­verk þáver­andi for­sæt­is­ráðherra John Maj­or. Major var forsætisráðherra á 10. áratug síðustu aldar sem er einmitt til umfjöllunar í 5. þáttaröð.

Telja sannleikann sagðan

Ungt fólk er almennt tilbúnara til þess að trúa því að margt af því sem fram kemur í Crown sé sannleikurinn. Í könnun YouGov kemur fram að fólk á aldrinum 18 til 24 ára var þrisvar sinnum líklegra til að telja að rétt væri sagt frá í þáttunum en fólk eldra en 65 ára. 

Netflix hefur í gegnum árin sagt þættina byggjast á raunverulegum atburðum og því sem hægt væri að ímynda sér að gerðist bak við luktar dyr. 

Maclaran segir að á síðustu áratugum hafi konungsfjölskyldan grætt á þeirri aðferð og tók sem dæmi kvikmyndina The Queen frá árinu 2006, þar sem Helen Mirren fór með hlutverk Elísabetar II. Bretadrottningar.  

„Ímynd drottningarinnar græddi á The Queen. Þar fengu áhorfendur að sjá tilfinningaríkari hlið á henni sem ekki hafði sést áður,“ sagði hún en telur að það sama muni ekki endilega gilda um fimmtu þáttaröð af Crown. 

Mikill munur er á viðhorfi bresks almennings til konungsfjölskyldunnar eftir aldri. Um þriðjungur fólks á aldrinum 18 til 24 ára telur konungsveldið Bretlandi til hagsbóta en 73% þeirra sem eru eldri en 65 ára.

Styrki dulúð konungsveldisins 

Heather Jones, prófessor í sagnfræði við Lundúnaháskóla, telur að Crown muni ýta undir þá hugmynd að konungsveldinu fylgi dulúð og muni ekki grafa undan því. 

Hún hefur áhyggjur af því að fólk muni rugla saman sagnfræðilegum skáldskap, sem er skrifaður í þeim tilgangi að skemmta fólki, og sagnfræðilegum staðreyndum. 

„Það eru ákveðnir hlutir í sögunni sem við getum ekki vitað, en yngra fólk gerir oft ráð fyrir að það sé að sjá raunveruleikann í sagnfræðilegum skáldskap,“ segir Jones og tekur dæmi um stríðsmyndir á borð við 1917 og Dunkirk. 

Dominic West og Elizabeth Debicki fara með hlutverk Karls og …
Dominic West og Elizabeth Debicki fara með hlutverk Karls og Díönu í þáttaröðinni. Samsett ljósmynd: Netflix

Hún veltir því einnig upp hvort það sé siðferðislega rétt að gefa út skáldaða þætti um fólk sem er enn á lífi, samanborið við þætti og kvikmyndir þar sem skáldað er í kringum persónur sem eru látnar. 

„Crown voru langbestir þegar sögulegar staðreyndir voru alveg á hreinu. Þegar þættirnir eru komnir lengra frá því, þar sem skáldskapurinn tekur við, þá þynnast þeir út. Atburðir sem voru nógu æsilegir í raunveruleikanum eru gerðir enn æsilegri,“ sagði Jones. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir