Komin með kærasta eftir skilnaðinn við Gates

Melinda Gates og Jon Du Pre eru nýtt kærustupar.
Melinda Gates og Jon Du Pre eru nýtt kærustupar. Samsett mynd

Milljarðamæringurinn Melinda French Gates er komin með kærasta. Sá heppni heitir Jon Du Pre og er fyrrverandi fréttaritari Fox News, en vinnur nú í almannatengslum. 

Melinda var áður gift Bill Gates, meðstofnanda Microsoft, en þau greindu frá skilnaði sínum á síðasta ári. Þau höfðu verið gift í 27 ár. 

TMZ greinir frá sambandinu en segir óljóst hversu lengi þau hafi verið saman. Þau hafi sést saman á körfuboltaleik í apríl á þessu ári. 

Du Pre var áður kvæntur Ginu Du Pre og eiga þau saman tvo syni og eina dóttur. Melinda á tvær dætur og einn son með Bill Gates.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan