Milljarðamæringurinn Melinda French Gates er komin með kærasta. Sá heppni heitir Jon Du Pre og er fyrrverandi fréttaritari Fox News, en vinnur nú í almannatengslum.
Melinda var áður gift Bill Gates, meðstofnanda Microsoft, en þau greindu frá skilnaði sínum á síðasta ári. Þau höfðu verið gift í 27 ár.
TMZ greinir frá sambandinu en segir óljóst hversu lengi þau hafi verið saman. Þau hafi sést saman á körfuboltaleik í apríl á þessu ári.
Du Pre var áður kvæntur Ginu Du Pre og eiga þau saman tvo syni og eina dóttur. Melinda á tvær dætur og einn son með Bill Gates.