Á inniskónum er nýr tónlistarþáttur með spjallívafi í Sjónvarpi Símans Premium. Píanóleikarinn og upptökustjórinn Magnús Jóhann spjallar við samstarfsfólk sitt: GDRN, Friðrik Dór, Aron Can, Bríeti og Herra Hnetusmjör.
Magnús mun líta yfir farinn veg með gestum sínum, ræða um tónlistina og lagasmíðar þeirra auk þess að leika lög þeirra í sérstökum útsetningum.
Fyrsti þáttur með Friðriki Dór er aðgengilegur í Sjónvarpi Símans Premium en þættirnir verða sýndir í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans næstu fimm laugardagskvöld.