Löng röð og töluvert öngþveiti hefur myndast fyrir framan verslunina Pennann Eymundsson í Smáralind þar sem barnabókahöfundurinn og leikarinn David Walliams áritar bækur. Blaðamaður mbl.is á vettvangi telur að um þrjú til fjögurhundruð bíði nú í röð eftir áritun.
Hann dvelur þó ekki lengi í Smáralindinni, því hann þarf að vera mættur í Bæjarbíó í Hafnarfirði fyrir klukkan 15 þar sem, hann mun koma fram. Miðað við fjöldann í Smáralindinni má því gera ráð fyrir því að einhverjir þurfi frá að hverfa með óáritaðar bækur.
Walliams, sem er einn vinsælasti barnabókahöfundur heims, er hér á landi í tengslum við bókmenntahátíðina Iceland Noir. Hann mun einnig koma fram í höfuðstöðvum Arion Banka annað kvöld ásamt Ólafi Darra Ólafssyni, en sá viðburður markar upphaf Iceland Noir.