Réttarholtsskóli sigraði í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík, í Borgarleikhúsinu í kvöld.
Nemendur skólans fluttu atriðið Þetta unga fólk. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar, afhenti keppendunum verðlaunin.
Í öðru sæti varð Fellaskóli með atriðið Efra-Breiðholt og í þriðja sæti varð Seljaskóli með atriðið Yndislegt líf.