Kvikmyndaskólinn 30 ára: Hittarar og krittarar

Stuttmyndin Hittarar og krittarar er úr smiðju Daða Einarssonar, en myndin er útskriftarmynd hans frá Kvikmyndaskóla Íslands. 

Myndin fjallar um fjóra vini sem koma saman til að spila hlutverkaleik. Inni í leiknum berjast þau við illa galdramenn, uppvakninga og útsmogna óþokka, en við spilaborðið ríkja óumflýjanleg, persónuleg vandamál.

Daði útskrifaðist af leikstjórnar og handritsbraut Kvikmyndaskóla Íslands árið 2017. Sama ár hóf hann störf hjá frumkvöðlafyrirtækinu Myrkur Games sem vinnur nú að því að koma á markað fyrsta íslenska tölvuleiknum.

Daði Einarsson er leikstjóri Hittarar og krittarar.
Daði Einarsson er leikstjóri Hittarar og krittarar.

Daði er leikstjóri og aðalhandritshöfundur leiksins. Spurður af hverju hann hafi ákveðið að fara í námið segir Daði að hann hafi alltaf langað til að gera kvikmyndir. 

„Alveg frá því að ég var bara lítill gutti. Ég man þegar ég var í fyrsta bekk og við vorum með DV-spólu upptökuvél og við tókum upp stuttmyndir á það. Það hefur alltaf verið efst í huga mér og Kvikmyndaskólinn veitir nám í gegnum leiðbeinendur sem vinna á íslenskum kvikmyndamarkaði, sem er mjög verðmætt,“ segir Daði.

Í til­efni af 30 ára af­mæli Kvik­mynda­skóla Íslands mun mbl.is birta vald­ar stutt­mynd­ir sem fyrr­ver­andi nem­end­ur við skól­ann hafa gert.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup