Virðist ekki vera einmana eftir skilnaðinn

Ofurfyrirsætan Gisele Bündchen nýtur sín nú í Kosta Ríka, en …
Ofurfyrirsætan Gisele Bündchen nýtur sín nú í Kosta Ríka, en rúmar tvær vikur eru liðnar frá skilnaði hennar og Tom Brady. AFP

Brasilíska ofurfyrirsætan Gisele Bündchen skellti sér beint í sólina til Kosta Ríka eftir skilnað hennar og ruðningskappans Toms Bradys. Bündchen og Brady voru gift í 13 ár og eiga saman tvö börn. 

Skilnaðurinn hefur verið áberandi í fjölmiðlum síðustu mánuði, en sögusagnir um skilnaðinn hófust í september eftir hörð rifrildi milli þeirra.

Á veitingastað með börnunum

Fyrirsætan virðist þó ekki vera einmana í Kosta Ríka þar sem hún sást njóta kvöldverðar með nýjum manni, jiu-jitsu kennaranum Joaquim Valente á laugardaginn.

Þau fengu sér að borða á veitingastaðnum Koji með börnum Bündchen og Brady, þeim Benjamin og Vivian sem eru 12 ára og 9 ára gömul. 

Höfðu eytt tíma saman áður

Lítið er vitað um meint ástarsamband þeirra, en fram kemur á vef Page Six að þau hafi þekkst. Árið 2021 fóru þau í myndatöku saman ásamt bræðrum jiu-jitsu kappans, þeim Pedro og Giu Valente.

Í febrúar síðastliðnum lék fyrirsætan frumraun sína í jiu-jitsu og þakkaði bræðrunum fyrir að vera „æðislegir kennarar“ á Instagram-reikningi sínum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan