Fær ekki að vera eina „drottning jólanna“

Söngdívan Mariah Carey.
Söngdívan Mariah Carey. Skjáskot/Instagram

Á dög­un­um var laga­legri til­raun söngdív­unn­ar Mariah Carey til að eign­ast titil­inn „Qu­een of Christ­mas“ eða „drottn­ing jól­anna“ og nota sem vörumerki hafnað í Banda­ríkj­un­um. 

Carey á eitt vin­sæl­asta jóla­lag allra tíma, lagið All I Want for Christ­mas is You. Lagið var samið og tekið upp af Carey og Walter Af­anassi­eff. Það kom út 1. nóv­em­ber 1994 og hef­ur notið gríðarlegra vin­sælda síðan.

Ekki eina „drottn­ing jól­anna“

Fram kem­ur á vef Page Six að Carey hafi einnig verið neitað um vörumerk­in „Princess of Christ­mas“ eða „prins­essa jól­anna“, og skamm­stöf­un­ina „QOC“. Þessi ákvörðun ger­ir öðru tón­listar­fólki heim­ilt að nota titil­inn, en nokkr­ir tón­list­ar­menn töluðu gegn því að Carey fengi titil­inn. Þar á meðal er söng­kon­an El­iza­beth Chan, sem hef­ur notað hann óspart síðustu ár. 

„Jól­in eru tími til að gefa, ekki taka, og það er rangt af ein­stak­lingi að reyna að eign­ast og ein­oka titil eins og drottn­ing jól­anna, það er sví­v­irðileg efn­is­hyggja. Sem sjálf­stæður listamaður og eig­andi lít­ils fyr­ir­tæk­is er ævi­starf mitt að leiða fólk sam­an yfir hátíðarn­ar, en þannig varð ég kölluð drottn­ing jól­anna,“ sagði Chan í yf­ir­lýs­ingu um málið. 

„Ég ber þann titil sem heiðurs­merki og með fullri vitn­eskju um að tit­ill­inn verði  og ætti að vera  veitt­ur öðrum í framtíðinni,“ bætti hún við. Chan hef­ur gefið út 12 jóla­plöt­ur á tón­list­ar­ferli sín­um, en fyrr í vik­unni gaf hún út nýj­asta jólasmell­inn, Merry Merry

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekkert koma þér á óvart í dag. Taktu stjórnina í þínar hendur í stað þess að láta tilviljanirnar ráða ferðinni. Ekki velja að vinna bara og eiga ekkert einkalíf.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekkert koma þér á óvart í dag. Taktu stjórnina í þínar hendur í stað þess að láta tilviljanirnar ráða ferðinni. Ekki velja að vinna bara og eiga ekkert einkalíf.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka